Ferrari forsetinn svekktur útaf Schumacher 12. ágúst 2009 08:25 Luca Badoer verður ökumaður í stað Felipe Massa, en ekki MIchael Schumacher. Luca Montezemolo, forseti Ferrari eru verulega svekktur að Michael Schumacher getur ekki keppt. Hann segir að Schumacher hafi verið eins og lítill spenntur strákur þegar honum var boðið að keyra bíl Felipe Massa og honum þyki verulega leitt að geta ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaóhappi í febrúar. Í raun er með ólíkindum að Schumacher skyldi keppa í mótorhjólakappakstri, eins hættuleg íþrótt og það er, eftir að hafa ekið kappakstursbílum sem bjóða upp á mun meira öryggi. "Schumacher er á annari plánetu, þó hann sé 40 ára gamall. Ég vildi frekar fá meistara í bílinn en nokkurn annan. Formúlan þurfti á endurkomu hans að halda. Við ætlum að berjast fyrir því að fá þrjá bíla á næsta ári frá hverju liði þannig að Schumacher geti keppt þegar hann vill", sagði Montezemolo. "Ég var mjög svekktur þegar Schumacher hringdi í mig og sagði að hann gæti ekki keppt. En heilsan skiptir öllu máli og læknar fundu eitthvað sem var ekki eins og það á að vera. Schumacher fann fyrir eymslum þegar hann keyrði Ferrari um Mugello brautina. Hann var búinn að missa fjögur kíló og til alls líklegur. Núna leggjum við traust okkar á Luca Badoer, sem hefur verið sannur liðsmaður Ferrari og fornfús", sagði Montezemolo. Badoer hefur verið þróunarökumaður Ferrari í mörg ár, en hefur ekki keppt í Formúlu 1 í tíu ár. Hann æfði með Schumacher í síðustu viku á kartbíl. "Um leið og ég er glaður á fá tælifæri með Ferrari, þá er ég leiður fyrir hönd Schumachers, því hann var verulega spenntur að keppa á ný. Hann hringdi í mig og er boðinn og búinn að aðstoða mig", sagði Badoer. Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari eru verulega svekktur að Michael Schumacher getur ekki keppt. Hann segir að Schumacher hafi verið eins og lítill spenntur strákur þegar honum var boðið að keyra bíl Felipe Massa og honum þyki verulega leitt að geta ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaóhappi í febrúar. Í raun er með ólíkindum að Schumacher skyldi keppa í mótorhjólakappakstri, eins hættuleg íþrótt og það er, eftir að hafa ekið kappakstursbílum sem bjóða upp á mun meira öryggi. "Schumacher er á annari plánetu, þó hann sé 40 ára gamall. Ég vildi frekar fá meistara í bílinn en nokkurn annan. Formúlan þurfti á endurkomu hans að halda. Við ætlum að berjast fyrir því að fá þrjá bíla á næsta ári frá hverju liði þannig að Schumacher geti keppt þegar hann vill", sagði Montezemolo. "Ég var mjög svekktur þegar Schumacher hringdi í mig og sagði að hann gæti ekki keppt. En heilsan skiptir öllu máli og læknar fundu eitthvað sem var ekki eins og það á að vera. Schumacher fann fyrir eymslum þegar hann keyrði Ferrari um Mugello brautina. Hann var búinn að missa fjögur kíló og til alls líklegur. Núna leggjum við traust okkar á Luca Badoer, sem hefur verið sannur liðsmaður Ferrari og fornfús", sagði Montezemolo. Badoer hefur verið þróunarökumaður Ferrari í mörg ár, en hefur ekki keppt í Formúlu 1 í tíu ár. Hann æfði með Schumacher í síðustu viku á kartbíl. "Um leið og ég er glaður á fá tælifæri með Ferrari, þá er ég leiður fyrir hönd Schumachers, því hann var verulega spenntur að keppa á ný. Hann hringdi í mig og er boðinn og búinn að aðstoða mig", sagði Badoer.
Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira