Viðskipti erlent

Noregskóngur fær efnahagsaðstoð í fjármálakreppunni

Haraldur Noregskóngur og fjölskylda hans fær sinn hlut í efnahagsaðstoð norskra stjórnvalda til handa atvinnu- og fjármálalífi landsins. Alls fara 27 milljónir norskra kr. eða rúmlega 460 milljónir kr. til konungsfjölskyldunnar, í þeim pakka sem norska stjórnin hefur kynnt.

Í frétt um málið í Jyllands-Posten segir að peningar þessir séu eyrnamerktir til viðhalds og endurnýjunnar á eignum konungsfjölskyldunnar.

Meðal eigna sem þarfnast viðhalds eru Bygdö Kongsgård. En Hákon krónprins og kona hans Mette-Marit fá einnig sinn skerf af fyrrgreindri upphæð því tæplega helmingur hennar verður notaður til endurnýjunnar á bústað þeirra að Skaugum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×