Ummæli Björgvins og Árna Páls óskynsamleg Magnús Már Guðmundsson skrifar 21. apríl 2009 14:45 Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. MYND/Pjetur Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir óskynsamlegt af Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þingmönnum Samfylkingarinnar, að loka sig af með yfirlýsingum um Evrópumál og stjórnarsamstarf við Vinstri græna. Hann heldur ró sinni yfir ummælum tvíeykisins. „Ég held að þessir höfðingjar séu að reyna stappi stálinu í sjálfa sig," segir formaðurinn. Björgvin útilokaði á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Þá sagði Árni Páll í kosningaumræðuþætti Stöðvar 2 að Samfylkingin leggi höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum þingkosningunum á laugardaginn.Jóhanna og Össur tala með öðrum hætti „Ég hef ekki heyrt þetta sett fram með sama hætti af formanni Samfylkingarinnar eða öðrum forystumönnum eins og utanríkisráðherra, en þau fara nú kannski með prókúruna að hálfu Samfylkingarinnar," segir Steingrímur sem kveðst taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur að farið verði yfir þetta mál þegar til stjórnarmyndunarviðræðna komi. „En ég get ekki leynt því að mér finnst frekar óskynsamlegt hjá mönnum að fara að loka sig af með þessum hætti." „Þeim mun minni úrslistakosti eða fyrirfram skilyrði sem menn setja, þeim mun auðveldara er að ganga til viðræðna," segir formaðurinn. Steingrímur segist hafa rætt Evrópumálin líkt og önnur mál við Jóhönnu og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrum formann Samfylkingarinnar, en það sé algjörlega ósamið um það eins og allt annað.Flokkar með ólíkar skoðanir hafa áður myndað ríkisstjórnir Steingrímur segist ekki hafa séð neitt sem hann telji að útiloki að flokkarnir nái saman í Evrópumálum. „Ég bendi á að þessi staða hefur áður verið uppi og menn hafa myndað ríkisstjórnir á Íslandi, Noregi og víðar sem samanstaðið hafa af flokkum með ólíkar skoðanir í Evrópumálum."Mikil ábyrgð fylgir kosningasigri vinstriflokkanna Á Íslandi hefur aldrei verið mynduð tveggja flokka meirihlutastjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Mesta samanlagða fylgi vinstriflokka var í þingkosningunum 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu 44,6% atkvæða. Steingrímur segir að fái Vinstri grænir og Samfylkingin meirihluta í kosningunum á laugardaginn sé um að ræða ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. „Ef þessir tveir flokkar standa með traustan meirihluta bak við sig að morgni sunnudagsins 26. apríl þá eru það ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. Menn verða að taka mark á því og það leggur öllum mikla ábyrgð á herðar. Við ætlum ekki að hlaupast frá henni," segir Steingrímur. Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. 21. apríl 2009 10:47 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segir óskynsamlegt af Björgvini G. Sigurðssyni og Árna Páli Árnasyni, þingmönnum Samfylkingarinnar, að loka sig af með yfirlýsingum um Evrópumál og stjórnarsamstarf við Vinstri græna. Hann heldur ró sinni yfir ummælum tvíeykisins. „Ég held að þessir höfðingjar séu að reyna stappi stálinu í sjálfa sig," segir formaðurinn. Björgvin útilokaði á borgarafundi Ríkissjónvarpsins í gær samstarf við Vinstri græna nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Þá sagði Árni Páll í kosningaumræðuþætti Stöðvar 2 að Samfylkingin leggi höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum þingkosningunum á laugardaginn.Jóhanna og Össur tala með öðrum hætti „Ég hef ekki heyrt þetta sett fram með sama hætti af formanni Samfylkingarinnar eða öðrum forystumönnum eins og utanríkisráðherra, en þau fara nú kannski með prókúruna að hálfu Samfylkingarinnar," segir Steingrímur sem kveðst taka undir með Jóhönnu Sigurðardóttur að farið verði yfir þetta mál þegar til stjórnarmyndunarviðræðna komi. „En ég get ekki leynt því að mér finnst frekar óskynsamlegt hjá mönnum að fara að loka sig af með þessum hætti." „Þeim mun minni úrslistakosti eða fyrirfram skilyrði sem menn setja, þeim mun auðveldara er að ganga til viðræðna," segir formaðurinn. Steingrímur segist hafa rætt Evrópumálin líkt og önnur mál við Jóhönnu og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrum formann Samfylkingarinnar, en það sé algjörlega ósamið um það eins og allt annað.Flokkar með ólíkar skoðanir hafa áður myndað ríkisstjórnir Steingrímur segist ekki hafa séð neitt sem hann telji að útiloki að flokkarnir nái saman í Evrópumálum. „Ég bendi á að þessi staða hefur áður verið uppi og menn hafa myndað ríkisstjórnir á Íslandi, Noregi og víðar sem samanstaðið hafa af flokkum með ólíkar skoðanir í Evrópumálum."Mikil ábyrgð fylgir kosningasigri vinstriflokkanna Á Íslandi hefur aldrei verið mynduð tveggja flokka meirihlutastjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Mesta samanlagða fylgi vinstriflokka var í þingkosningunum 1978 þegar Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag fengu 44,6% atkvæða. Steingrímur segir að fái Vinstri grænir og Samfylkingin meirihluta í kosningunum á laugardaginn sé um að ræða ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. „Ef þessir tveir flokkar standa með traustan meirihluta bak við sig að morgni sunnudagsins 26. apríl þá eru það ákaflega sterk skilaboð frá þjóðinni. Menn verða að taka mark á því og það leggur öllum mikla ábyrgð á herðar. Við ætlum ekki að hlaupast frá henni," segir Steingrímur.
Kosningar 2009 Tengdar fréttir Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29 Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42 Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40 Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. 21. apríl 2009 10:47 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Útilokar núverandi stjórnarsamstarf án niðurstöðu um ESB Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, útilokar samstarf við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð nema að ágreiningur um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði til lykta leiddur. Hann segir að Samfylkingin muni ekki selja frá sér aðildarviðræður við ESB frá sér við stjórnarmyndun. Þetta kom fram í máli Björgvins á borgarafundi sem sjónvarpað var beint á Ríkissjónvarpinu í kvöld. 20. apríl 2009 21:29
Evrópumálin gætu valdið stjórnarkreppu Ekki er útilokað að ólík sjónarmið varðandi Evrópusambandsaðild geti valdið stjórnarkreppu að loknum kosningum að mati stjórnmálafræðiprófessors. „Já, já, það er auðvitað alls ekki hægt að útiloka það," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, þegar fréttastofa spyr hann um málið. 20. apríl 2009 22:42
Aðildarviðræður fyrsta mál á dagskrá hjá Samfylkingunni Aðildarviðræður við Evrópusambandið er fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Þetta sagði Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í kosningaumræðum Stöðvar 2 nú í kvöld. Árni Páll sagði að Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningum. Þá sagði Árni Páll að það stæði ekki til að afsala sér yfirráðum yfir auðlindinni. 20. apríl 2009 19:40
Katrín: Ekki hægt að setja ófrávíkjanleg skilyrði Varaformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir að engin geti sett ófrávíkjanleg skilyrði í stjórnarmyndunarviðræðum. Þetta kom fram í máli Katrín Jakobsdóttur í kosningaumræðuþætti fréttastofu - Hvernig á að bjarga Íslandi? - í gær. Áður hafði Árni Páll Árnason, oddviti Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, sagt að aðildarviðræður við Evrópusambandið væri fyrsta mál á dagskrá og brýnasta verkefnið framundan. Samfylkingin myndi leggja höfuðáherslu á Evrópusambandsaðild í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum kosningunum á laugardaginn. 21. apríl 2009 10:47