Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni Breki Logason skrifar 20. apríl 2009 14:36 Frá landsfundi Samfylkingarinnar 2007. „Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins. Kosningar 2009 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar. Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birtir heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu í dag. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstri stjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Sigrún segist hafa heyrt í formanni SÍA, Sambands Íslenskra auglýsingastofa, vegna málsins. Hún segir rangfærslur um stefnu Samfylkingarinnar vera í auglýsingunni. Sigrún segist ekki vita betur en að óheimilt sé að birta rangfærslur í auglýsingum og spyr um ábyrgð fjölmiðla í þessu sambandi. „Mér finnst líka mega skoða hver ábyrgð fjölmiðla sé sem birta auglýsingar af þessum toga, bera þeir ekki ábyrgð á því efni sem birtist í blaðinu." Katrín Rut Bessadóttir fjölmiðlafulltrúi VG segir að flokkurinn fordæmi einnig umrædda auglýsinu. Það sem þar komi fram um skattastefnu flokksins sé ekki rétt. Nokkur atriði séu hrein lygi og nokkur atriði ákaflega villandi. Umrædd auglýsing Í auglýsingunni er talað um hátekjuskatta á laun yfir 500 þúsund krónum, 2% eignaskatt, 40% hækkun fjármagnstekjuskatts á fjármagnstekjum yfir 120.000 krónum og hækkun skatta á fyrirtæki. Í lok auglýsingarinnar er sagt að vinstri menn vilji lækka laun og hækka skatta og spurt hverjir eigi að borga skatta vinstri manna þegar allir eru komnir á vonarvöl. Ekki náðist í formann SÍA vegna málsins.
Kosningar 2009 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira