Botnlanginn veittur í kvöld Júlía Margrét Einardóttir skrifar 26. febrúar 2009 00:01 Hörður Harðarson og Stefán Gunnarsson standa að Botnlanganum þar sem sístu auglýsingar ársins eru verðlaunaðar. Fréttablaðið/GVA Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum. Razzie Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira
Kattaauglýsing Símans þar sem köttur sést gleypa mann er meðal þeirra auglýsinga sem tilnefndar eru sem sístu auglýsingar ársins 2008 á nýrri og vafasamri verðlaunahátíð í kvöld: Botnlanganum. „Ætlunin er ekki að vera með neitt skítkast heldur benda á það sem betur hefði mátt fara," segir Stefán Gunnarsson markaðsmaður en hann ásamt Herði Harðarsyni markaðsmanni og fleirum standa að baki Botnlanganum, verðlaunahátíð þar sem sístu auglýsingar ársins fá viðurkenningu. Það er hefð fyrir því að daginn fyrir Óskarsverðlaunin séu háðungsverðlaunin Razzies veitt þeim kvikmyndum sem lélegastar þykja í Hollywood. Botnlangann 2008 ber því upp daginn áður en Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin, eru veitt á Hilton Reykjavík Nordica. „Jú, það má kannski segja að þetta sé hálfgerð gullkind, nema með faglegri áherslu," segir Stefán. „Þannig er 22 manna fagleg dómnefnd, sem í situr starfsfólk auglýsingastofa, framleiðendur, almannatengslar og fleiri, sem velur sístu sjónvarpsauglýsinguna, sístu herferðina og svo er flokkur sem kallast vörumerkjatæring ársins en þar verður það vörumerki valið sem hrapað hefur hvað mest í verðgildi á árinu,“ útskýrir Stefán. Verðlaunin verða send verðlaunahöfum í pósti en tilkynnt verður um úrslit á visir.is og á Stöð 2. Þeir félagar Stefán og Hörður segja að fólki finnist alltaf gaman að tala um auglýsingar. „Fólk hefur alltaf gaman af því að spá og spekúlera í auglýsingum enda er þetta vinsælt sjónvarpsefni hjá ungum sem öldnum. Við vonumst til þess að þessi viðburður geti orðið auglýsingamönnum til gagns og leiðbeiningar frekar en að einhverjir taki þetta nærri sér,“ segir Stefán að lokum.
Razzie Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Fleiri fréttir Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Sjá meira