Ekki hægt að segja upp öllum útlendingum fyrir norðan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2008 12:04 Cedric Isom, leikmaður Þórs, verður áfram í herbúðum félagsins sama hvað. Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi." Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Þjálfarar Tindastóls og Þórs í Iceland Express-deild karla segja það ómögulegt að segja upp öllum þeim erlendu leikmönnum sem eru á mála hjá félögunum. Þó er staða Cedric Isom hjá Þór sé tryggð. Bæði félög eru hvort með þrjá útlendinga í sínum röðum. Kristinn Geir Friðriksson, þjálfari Tindastóls, segir að ef þeirra nyti ekki við væri ljóst að félagið gæti varla teflt fram liði. „Það myndi fara með liðið. Við höfum bara ekki efni á að losa okkur við útlendingana þar sem við erum ekki með nægilega stóran mannskap," sagði Kristinn. „Við erum nú með ellefu manna leikmannahóp í dag. Leikmannahópurinn taldi sextán leikmenn í haust en nokkrir hafa týnst úr hópnum og hafa hætt að æfa. Það er því ljóst að frekari fækkun myndi verða liðinu afar dýrkeypt." Kristinn segir í núverandi leikmannahópi séu eins margir leikmenn yngri flokka Tindastóls og hann getur notað - alls fimm talsins. Nú þegar hafa Breiðablik, Snæfell og ÍR sagt upp sínum erlendu leikmönnum en Kristinn segir að þrátt fyrir allt komi allt en til greina hvað þessi mál hjá Tindastóli varðar. „Við munum þó bíða og sjá til hvernig þetta muni þróast næstu daga og hvort eitthvað gerist í efnahagsmálum." Hrafn Kristjánsson, þjálfari Þórs á Akureyri, tók í svipaðan streng. „Það kemur auðvitað allt til greina. Við ætlum að gefa okkur tíma til að leyfa ástandinu að skýrast og skoða málið samkvæmt því. Það er klárt frá okkar hálfu, líkt og aðrir hafa sagt, að við ætlum okkur að taka ákvarðanir sem miðast af því að reka deildina af raunsæi og ábyrgð. Það er ekki á dagskrá að steypa deildinni í skuldir." Hrafn segir þó að staðan hjá Þór sé ekki eins slæm og hjá Tindastóli. „Við erum með átján manna leikmannahóp og getum því alltaf teflt fram liði. Það er hins vegar ljóst að við fengum leikmenn í ákveðnar stöður sem okkur fanst nauðsynlegt að fylla með erlendum leikmönnum. Það kemur til að mynda ekki til greina að segja upp leikstjórnandanum okkar, Cedric Isom. Það yrði engum greiði gerður með því enda er hann það mikilvægur hluti af okkar liði og tekur ríkan þátt í því að efla og bæta aðra leikmenn liðsins í leikjum og á æfingum." Formannafundur var haldinn hjá KKÍ í gær og telur Hrafn að ljóst er að hvert félag verði einfaldlega að hugsa um sinn hag. „Það er tæpast hægt að kalla saman aukaársþing til að setja nýjar reglur um erlenda leikmenn og því ljóst að hvert félag verði að haga seglum eftir vindum fram að næsta ársþingi."
Dominos-deild karla Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum