Massa vill landa báðum meistaratitlunum 25. september 2008 12:23 Felipe Massa verður einbeittur í mótinu í Singapúr um helgina og býst ekki við hjálp frá Kimi Raikkönen hvað stigasöfun varðar. Mynd: kappakstur.is Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is. Formúla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er aðeins einu stigi á eftir Lewis Hamilton hjá McLaren í stigakeppni ökumanna. Þeir leiða saman hesta sína á fyrstu æfingum keppnisliða á morgun, en kappaksturinn verður á sunnudaginn á flóðlýstri braut. „Mönnum hefur gengið misvel í titilslagnum. Ég hef let í vandræðum, Hamilton og Raikkönen, jafnvel Kubica. Ég held að síðustu mótin verði jöfn og spennandi. Ef við höldum jöfnum hraða og bíllinn bilar ekki, þá eigum við ágæta möguleika á titlinum,“ sagði Massa á fréttamannafundi í dag. „Dómsmál Hamilton fór eins og það átti að fara. Það var alltaf ljóst að það yrði þungur róður fyrir McLaren að áfrýja og ég tel að dómurinn í mótinu á Spa hafi verið sanngjarn. En núna einbeiti ég mér að mótinu í Singapúr. Ef ég vinn mótið með eins stigs mun, þá verð ég verðugur meistari.“ Mönnum er tíðrætt um hvort Raikkönen muni liðsinna Massa í síðustu mótum, hvað stigasöfnun varðar. En Massa býst ekki við neinni hjálp. „Ég geri bara mitt besta og stend á eigin fótum. Ef við getum unnið öll síðustu mótin, öll fjögur, þá er það kjörstaðan. Ég mun gera mitt besta og veit að ég á möguleika á meistaratitiinum og Ferrari í keppni bílasmiða. Markmið okkar er að ná báðum titlum sem lið.“ Sjá nánar á kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira