Körfubolti

KR tók meistarana í kennslustund

Jakob Sigurðarson var að vanda atkvæðamikill í liði KR
Jakob Sigurðarson var að vanda atkvæðamikill í liði KR Mynd/Daníel

KR-ingar unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í stórleik kvöldsins í Iceland Express deild karla í körfubolta .

KR-ingar byrjuðu leikinn af miklum kraft en náðu ekki að hrista gestina af sér. KR hafði yfir 27-26 eftir fyrsta leikhluta, en tók fljótlega öll völd á vellinum og höfðu yfir í hálfleik 55-37.

KR-liðið skoraði hvorki meira né minna en 12 þriggja stiga körfur í hálfleiknum og héldu þeir sýningunni áfram í síðari hálfleik.

Keflvíkingar náðu að kafla að rétta aðeins úr kútnum um miðbik þriðja leikhlutans, en þá spýttu heimamenn í lófana og komu muninum upp í 20 stig á ný.

Landsliðsmennirnir Jakob Sigurðarson (23 stig), Helgi Már Magnússon (22 stig) og Jón Arnór Stefánsson voru atkvæðamestir hjá KR í kvöld, en Gunnar Einarsson (17 stig) og Sverrir Sverrisson (16 stig) voru bestir hjá Keflavík.

Tindastóll lagði FSu fyrir norðan 86-72 þar sem Darrell Flake skoraði 22 stig og hirti 10 fráköst fyrir Stólana en Vésteinn Sveinsson var atkvæðamestur hjá FSu með 19 stig.

Þór Akureyri vann stórsigur á Breiðablik 95-71. Cedric Isom skoraði 29 stig fyrir Þór en Kristján Sigurðsson skoraði 15 stig fyrir Blikana.

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna. Valur vann óvæntan sigur á Haukum 65-64 þar sem úrslitin réðust á síðustu sekúndunum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×