Google blandar sér í símaslaginn Atli Steinn Guðmundsson skrifar 31. október 2008 07:19 MYND/Getty Images Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir. Tækni Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýr sími sem notar alfarið hugbúnað frá leitarvélarisanum Google er kominn á markað í Bretlandi og er settur til höfuðs flaggskipunum iPhone og Blackberry. Þeir hjá Google eru ekki þekktir fyrir að tefla fram flóknum vörumerkjum enda ber nýi síminn þess skýr merki. Hann heitir einfaldlega G1 og var afhjúpaður í New York fyrir mánuði. Nú er sala á honum hafin í Bretlandi þar sem fyrirtækið T-Mobile annast dreifinguna. Það er Android-hugbúnaðurinn frá Google sem knýr nýja símann enda er hann kynntur sem sími og lófatölva í einu og sama tækinu. Þar liggur einmitt kjarninn í samkeppninni við Apple sem hefur sett sér það markmið að þróa tæki þar sem skilin milli síma og netvafra hverfa nánast alveg. Ýmis þekkt Google-þjónusta verður aðgengileg gegnum G1-símann og má þar nefna leiðarlýsingarþjónustuna Google Maps og Google Talk sem er skyndiskilaboðaþjónusta ekki ósvipuð MSN frá Microsoft. Öllum herlegheitunum fylgir svo fullkomin stafræn myndavél því ekki telst það merkilegur sími núorðið sem tekur ekki myndir.
Tækni Mest lesið Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent