Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit 17. október 2008 12:46 Logi Gunnarsson sneri sig á ökkla í gær og gat lítið beitt sér í síðari hálfleiknum Mynd/BB "Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er." Dominos-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira
"Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær. Þessi úrslit komu mörgum á óvart, en við nánari skoðun kemur í ljós að kannski voru úrslitin ekki jafn óvænt og ætla mætti. Nýliðar FSu eru með hörkulið sem samanstendur af ungum leikmönnum sem þekkjast nokkuð vel og spila stíft undir stjórn Brynjars Karls Sigurðssonar. "Mér fannst við bara taka upp þráðinn frá því í fyrra. Það er góður taktur í liðinu og strákarnir hafa þroskast mikið á síðasta ári. Ég upplifði Njarðvíkurliðið ekki eins sterkt og margir aðrir og hefði orðið fúll ef við hefðum tapað þessum leik. En við höldum okkur alveg á jörðinni og eigum Tindastól í næsta leik. Ég held að Tindastóll sé með hörkulið og verði sterkir í vetur," sagði Brynjar Karl í samtali við Vísi. Mikil vinna framundan hjá Njarðvíkingum Valur Ingimundarson þjálfari er að byggja upp nánast frá grunni í Njarðvík eftir mikla uppstokkun í sumar. Liðinu var þrátt fyrir það spáð fjórða sætinu í árlegri spá forráðamanna félaganna í vikunni. Njarðvíkingar létu erlendu leikmennina sína fara á dögunum og uppistaðan í liðinu er þrír landsliðsmenn. Aðrir leikmenn í liðinu hafa litla reynslu af því að spila í úrvalsdeild. Njarðvíkingar léku án Magnúsar Gunnarssonar landsliðsmanns á Selfossi í gær, en hann tók út leikbann. Annar landsliðsmaður og helsta stjarna liðsins, Logi Gunnarsson, sneri sig á ökkla í fyrri hálfleik og gat lítið beitt sér eftir það. Þá urðu Njarðvíkingar fyrir blóðtöku þegar varamaðurinn Ágúst Dearborn sleit vöðva í kálfa og verður hann því ekki með liðnu á næstunni. FSu getur unnið hvaða lið sem erÁgúst Dearborn meiddist í gærBB"Þetta verður kannski dálítið skrítinn vetur. Við erum fámennir því við ætluðum að byggja liðið upp á erlendum leikmönnum. Við tökum bara við þessu eins og þetta er og allir eru staðráðnir í að standa sig þó við séum með einn þynnsta hópinn í deildinni," sagði Valur Ingimundarson í samtali við Vísi. "Við erum bara rétt að komast af stað eftir að hafa misst allt liðið í burtu og erum á byrjunarreit. Það voru til dæmis þrír sextán ára strákar að spila sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær," sagði Valur. Valur segir góðan anda í hópnum hjá Njarðvíkingum þrátt fyrir hræringarnar í sumar og haust og segir leikmenn staðráðna í að hafa gaman af því að spila í vetur. Hann var hrifinn af spilamennsku FSu í gær. "Þetta FSu lið kom mér verulega á óvart. Þeir voru mjög góðir í gær og á góðum degi getur þetta lið unnið hvaða lið sem er."
Dominos-deild karla Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Sjá meira