Nóg komið Þorsteinn Pálsson skrifar 10. október 2008 08:00 Fall Kaupþings kom ráðherra bankamála á óvart. Það bendir til að sá örlagaatburður hafi orðið fyrir mistök eða misskilning. Þrátt fyrir augljósa og þekkta veikleika í bankakerfinu hefur orðið meiri eignabruni í landinu en ætla má að óumflýjanlegur hafi verð. Hann snertir tugi þúsunda einstaklinga. Þá snjóskriðu verður að stöðva. Það er nóg komið. Stefna stjórnvalda er augljóslega sú að koma ríkisbönkunum nýju í virka viðskiptastarfsemi á ný. Fái atvinnufyrirtækin ekki án frekari tafar nauðsynlega fyrirgreiðslu heldur skriðan áfram. Sá frestur sem menn hafa til þess að hleypa nægu súrefni út í atvinnulífið aftur hleypur ekki á dögum heldur klukkustundum. Á þá köldu staðreynd verður ekki lögð nægjanlega þung áhersla. Annað höfuðverkefni stjórnvalda er að endurvekja traust. Því er Seðlabanki Íslands rúinn bæði heima og erlendis. Vandséð er hvernig endurreisnarstarfið getur hafist ef það traust verður ekki endurvakið. Stærstu mistök Seðlabankans liggja í framkvæmd peningastefnunnar. Jón Daníelsson, hagfræðingur við kunnan breskan háskóla, hefur lýst með skýrum hætti hvernig bankastjórn Seðlabankans dældi inn í landið erlendu lánsfé með hávaxtastefnunni og kynti þannig undir útlánaþenslu, eyðslu og verðbólgu. Nokkuð er nú um liðið síðan Einar Oddur Kristjánsson sagði fyrir um afleiðingar þessarar stefnu með skýru íslensku tungutaki. Vilhjálmur Egilsson, einn helsti efnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins og atvinnulífsins undanfarna tvo áratugi, hefur með glöggum rökum vakið athygli á þessari brotalöm peningastefnunnar. Til viðbótar gagnrýni á stefnu Seðlabankans hafa bæst efasemdir sérfræðinga á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis vegna einstakra athafna og orða bankastjóranna þriggja síðustu vikur. Þær hafa bent til ónógrar yfirsýnar um heildaráhrif þess sem ráðlagt hefur verið og sagt hefur verið á fjármálalífið í heild. Bankastjórar Seðlabankans hafa harðlega gagnrýnt fyrrum stjórnendur viðskiptabankanna, sem nú hafa verið settir af, og hluthafana, sem nú hafa misst þær eignir. Að stóryrðum frátöldum er margt í þeim málflutningi reist á gildum rökum. Það upphefur hins vegar ekki vantraustið á Seðlabankanum sjálfum. Bankastjórn Seðlabankans hefur enn ekki gert grein fyrir því hvernig hún ætlar að vinna til traustsins á ný. Þegar svo er komið hvílir sú ábyrgð á ríkisstjórninni að gera fólkinu í landinu og erlendum fjármálamörkuðum grein fyrir hvernig hún ætlar að reisa traust bankans við. Vantrúin á Seðlabankann má ekki við ríkjandi aðstæður færast yfir á ríkisstjórnina. Þriðja stóra viðfangsefnið er að koma samskiptum við helstu viðskiptaþjóðirnar í eðlilegt horf. Engin þjóð lætur troða á rétti sínum og virðingu. En eftir því sem föng eru á þurfum við að halda í vináttu og traust þeirra þjóða sem næst okkur hafa staðið um langan tíma. Hugsanlegt er að kalla Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til aðstoðar eins og málum er komið. Það gæti hjálpað til með tvenns konar hætti. Annars vegar með því að greiða fyrir gjaldeyrisviðskiptum. Hins vegar með því að leggja lið þeirri viðleitni að endurheimta traust þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun
Fall Kaupþings kom ráðherra bankamála á óvart. Það bendir til að sá örlagaatburður hafi orðið fyrir mistök eða misskilning. Þrátt fyrir augljósa og þekkta veikleika í bankakerfinu hefur orðið meiri eignabruni í landinu en ætla má að óumflýjanlegur hafi verð. Hann snertir tugi þúsunda einstaklinga. Þá snjóskriðu verður að stöðva. Það er nóg komið. Stefna stjórnvalda er augljóslega sú að koma ríkisbönkunum nýju í virka viðskiptastarfsemi á ný. Fái atvinnufyrirtækin ekki án frekari tafar nauðsynlega fyrirgreiðslu heldur skriðan áfram. Sá frestur sem menn hafa til þess að hleypa nægu súrefni út í atvinnulífið aftur hleypur ekki á dögum heldur klukkustundum. Á þá köldu staðreynd verður ekki lögð nægjanlega þung áhersla. Annað höfuðverkefni stjórnvalda er að endurvekja traust. Því er Seðlabanki Íslands rúinn bæði heima og erlendis. Vandséð er hvernig endurreisnarstarfið getur hafist ef það traust verður ekki endurvakið. Stærstu mistök Seðlabankans liggja í framkvæmd peningastefnunnar. Jón Daníelsson, hagfræðingur við kunnan breskan háskóla, hefur lýst með skýrum hætti hvernig bankastjórn Seðlabankans dældi inn í landið erlendu lánsfé með hávaxtastefnunni og kynti þannig undir útlánaþenslu, eyðslu og verðbólgu. Nokkuð er nú um liðið síðan Einar Oddur Kristjánsson sagði fyrir um afleiðingar þessarar stefnu með skýru íslensku tungutaki. Vilhjálmur Egilsson, einn helsti efnahagssérfræðingur Sjálfstæðisflokksins og atvinnulífsins undanfarna tvo áratugi, hefur með glöggum rökum vakið athygli á þessari brotalöm peningastefnunnar. Til viðbótar gagnrýni á stefnu Seðlabankans hafa bæst efasemdir sérfræðinga á fjármálamörkuðum hér heima og erlendis vegna einstakra athafna og orða bankastjóranna þriggja síðustu vikur. Þær hafa bent til ónógrar yfirsýnar um heildaráhrif þess sem ráðlagt hefur verið og sagt hefur verið á fjármálalífið í heild. Bankastjórar Seðlabankans hafa harðlega gagnrýnt fyrrum stjórnendur viðskiptabankanna, sem nú hafa verið settir af, og hluthafana, sem nú hafa misst þær eignir. Að stóryrðum frátöldum er margt í þeim málflutningi reist á gildum rökum. Það upphefur hins vegar ekki vantraustið á Seðlabankanum sjálfum. Bankastjórn Seðlabankans hefur enn ekki gert grein fyrir því hvernig hún ætlar að vinna til traustsins á ný. Þegar svo er komið hvílir sú ábyrgð á ríkisstjórninni að gera fólkinu í landinu og erlendum fjármálamörkuðum grein fyrir hvernig hún ætlar að reisa traust bankans við. Vantrúin á Seðlabankann má ekki við ríkjandi aðstæður færast yfir á ríkisstjórnina. Þriðja stóra viðfangsefnið er að koma samskiptum við helstu viðskiptaþjóðirnar í eðlilegt horf. Engin þjóð lætur troða á rétti sínum og virðingu. En eftir því sem föng eru á þurfum við að halda í vináttu og traust þeirra þjóða sem næst okkur hafa staðið um langan tíma. Hugsanlegt er að kalla Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til aðstoðar eins og málum er komið. Það gæti hjálpað til með tvenns konar hætti. Annars vegar með því að greiða fyrir gjaldeyrisviðskiptum. Hins vegar með því að leggja lið þeirri viðleitni að endurheimta traust þjóðarinnar á alþjóðavettvangi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun