Óljóst eignarhald setur framtíð FIH-bankans í hættu 22. desember 2008 12:16 FIH-bankinn í Danmörku þarf á endurfjármögnun að halda upp á fleiri milljarða danskra kr. á næsta ári. Framtíð bankans er í hættu vegna þess hve óljóst er um eignarhaldið á bankanum segir í frétt á Business.dk. Samkvæmt Business.dk gerir þetta ójósa eignarhald það að verkum að FIH getur ekki sótt sér fjármagn á millibankamarkaði og þarf því að reiða sig á aðstoð frá danska ríkinu. Bankinn yrði þar í hópi annarra banka sem myndu njóta góðs af svokölluðum "bankepakke 2" sem er önnur umferð danskra stjórnvalda í að skjóta fjármagni í danska bankakerfið. Eins og kunnugt er af fréttum hér á visir.is er FIH-bankinn nú í raun í eigu íslenskra stjórnvalda. Kaupþing átti FIH er íslenska bankakerfið hrundi. Kortéri fyrir hrunið fékk Kaupþing 500 milljóna evra, eða rúmlega 70 milljarða kr. neyðarlán frá Seðlabanka Íslands með allsherjarveði í FIH. JPMorgan hefur haft FIH í sölumeðferð frá því í nóvember s.l.. Hingsvegar hefur enginn sýnt því alvarlegan áhuga á að kaupa bankann. Verðmat JPMorgan á FIH er um 250 milljónir evra eða um helmingur af veði Seðlabankans. Áhugaleysi kaupenda skýrist að stórum hluta af endurfjármögnunarþörf FIH á næsta ári. Á Business.dk segir að FIH hafi áður fyrir verið talinn traustur og mjög vel rekinn banki sem ekki tók miklar áhættur í útlánastarfsemi sinni sem var einkum til fyrirtækja og félaga. Síðan komu íslenskir eigendur bankans til sögunnar og með þeim nýir siðir. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
FIH-bankinn í Danmörku þarf á endurfjármögnun að halda upp á fleiri milljarða danskra kr. á næsta ári. Framtíð bankans er í hættu vegna þess hve óljóst er um eignarhaldið á bankanum segir í frétt á Business.dk. Samkvæmt Business.dk gerir þetta ójósa eignarhald það að verkum að FIH getur ekki sótt sér fjármagn á millibankamarkaði og þarf því að reiða sig á aðstoð frá danska ríkinu. Bankinn yrði þar í hópi annarra banka sem myndu njóta góðs af svokölluðum "bankepakke 2" sem er önnur umferð danskra stjórnvalda í að skjóta fjármagni í danska bankakerfið. Eins og kunnugt er af fréttum hér á visir.is er FIH-bankinn nú í raun í eigu íslenskra stjórnvalda. Kaupþing átti FIH er íslenska bankakerfið hrundi. Kortéri fyrir hrunið fékk Kaupþing 500 milljóna evra, eða rúmlega 70 milljarða kr. neyðarlán frá Seðlabanka Íslands með allsherjarveði í FIH. JPMorgan hefur haft FIH í sölumeðferð frá því í nóvember s.l.. Hingsvegar hefur enginn sýnt því alvarlegan áhuga á að kaupa bankann. Verðmat JPMorgan á FIH er um 250 milljónir evra eða um helmingur af veði Seðlabankans. Áhugaleysi kaupenda skýrist að stórum hluta af endurfjármögnunarþörf FIH á næsta ári. Á Business.dk segir að FIH hafi áður fyrir verið talinn traustur og mjög vel rekinn banki sem ekki tók miklar áhættur í útlánastarfsemi sinni sem var einkum til fyrirtækja og félaga. Síðan komu íslenskir eigendur bankans til sögunnar og með þeim nýir siðir.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira