Hamilton: Mætti með rétta hugarfarið 18. október 2008 08:20 Fremstu menn á ráslínu. Kimi Raikkönen, Lewus Hamilton og Felipe Massa. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton og Felipe Massa munu berjast af mikilli hörku í kappakstrinum í Kína í nótt. Þeir stefna báðir á sigur þó Hamilton hafi gengið betur í tímatökunni í morgun. "Þrátt fyrir slakt gengi í síðustu keppni náðum við að stilla strengi okkar fyrir tímatökuna. Ég náði nánast fullkomnum hring í lok tímatökunnar ogt við erum búnir að vera fljótir alla helgina", sagði Hamilton. Hann sagðist ekkert finna fyrir neikvæðni annarra ökumanna eða fjölmiðla í sinn garð að undanförnu. "Ég hef ekki fundið fyrir neinu og mætti bara með rétta hugarfarið. Ég á stuðningsmenn um allan heim og góða fjölskyldu sem stendur þétt við bakið á mér ásamt McLaren. Við sýndum það í brautinni hvernig við tökum á málum. Vonandi getum við gert eins vel í keppninni", sagði Hamilton. Massa er helsti keppinautur Hamilton um titilinn, þó Robert Kubica eigi líka möguleika, en hann er þó aðeins ellefti á ráslínu. "McLaren menn virðast vera með auðveldari bíl, allavega í tímatökunni. En það hefur sýnt sig að Ferrari bíllinn skilar sínu í kappakstri, kannski betur en í tímatökum", sagði Massa. "Við höfum ekki náð að auka hraðann síðan á æfingum á föstudaginn. Við verðum bara að berjast af hörku til að vinna upp forskot McLaren í mótinu. Okku gekk heldur ekki vel á Fuji brautinni í tímatökum, en keppnin núna er óráðinn gáta. Við munum berjast af kappi", sagði Massa. Kappaksturinn í Sjanghæ verður í beinni útsendingu kl. 05.30 á aðfaranótt sunnudags í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sjá brautarlýsingu
Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira