Sálfræðistríð í Sjanghæ 17. október 2008 22:04 Felipe Massa er með besta meðatalið í tímatökum og ekur í nótt á brautinni í Sjanghæ í Kína. mynd: kappakstur.is Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið. Lokaæfing fyrir tímatökuna verður kl. 03.00 og tímatakan verður kl. 05.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Þá kemur í ljós hvort ökumennirnir þrír í titilslagnum ná settu marki. Robert Kubica var í vandræðum með BMW bíl sinn s.l. nótt og náði aðeins tólfta besta tíma, Felipe Massa varð sjötti og Lewis Hamilton var fljótastur. Eftir æfingarnar slógu Ferrari menn á létta strengi og héldu upp á 29 ára afmæli meistarans Kimi Raikkönen. Hann á ekki lengur möguleika á titlinum, en verður Massa til stuðnings í mótinu. Miðað við æfingatímana í nótt gætu ýmsir ökumenn blandað sér í baráttuna um fremstu sætin á ráslínu. Fernando Alonso og Nelson Piquet voru með annan og þriðja besta tíma á æfingum í nótt og Alonso vann tvö síðustu mót. Heikki Kovalainen á McLaren hefur ekki náð þeim árangri sem hann var að vonast eftir á árinu og mótið um helgina gæti verið stökkpallur fyrir hann. En hann verður eins og Raikkönen að styðja við Hamilton af fremsta megni. Massa hefur verið fremstur á ráslínu í 5 mótum á árinu, en Hamilton sex sinnum. Massa er samt með betra meðaltal. Kovalainen er svo þriðji, á undan Raikkönen hvað árangur í tímatökum varðar. Alonso er fimmti og Jarno Trulli sjötti. Sjá brautarlýsingu í Kína Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nokkuð hefur borðið á því að keppendur í titilslagnum í Formúlu 1 og utan hans hafi beitt fyrir sig fjölmiðlum síðustu daga til að koma högg á andstæðinginn. En í nótt kemur í ljós hver hefur munnin fyrir neðan nefið. Lokaæfing fyrir tímatökuna verður kl. 03.00 og tímatakan verður kl. 05.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í opinni dagskrá. Þá kemur í ljós hvort ökumennirnir þrír í titilslagnum ná settu marki. Robert Kubica var í vandræðum með BMW bíl sinn s.l. nótt og náði aðeins tólfta besta tíma, Felipe Massa varð sjötti og Lewis Hamilton var fljótastur. Eftir æfingarnar slógu Ferrari menn á létta strengi og héldu upp á 29 ára afmæli meistarans Kimi Raikkönen. Hann á ekki lengur möguleika á titlinum, en verður Massa til stuðnings í mótinu. Miðað við æfingatímana í nótt gætu ýmsir ökumenn blandað sér í baráttuna um fremstu sætin á ráslínu. Fernando Alonso og Nelson Piquet voru með annan og þriðja besta tíma á æfingum í nótt og Alonso vann tvö síðustu mót. Heikki Kovalainen á McLaren hefur ekki náð þeim árangri sem hann var að vonast eftir á árinu og mótið um helgina gæti verið stökkpallur fyrir hann. En hann verður eins og Raikkönen að styðja við Hamilton af fremsta megni. Massa hefur verið fremstur á ráslínu í 5 mótum á árinu, en Hamilton sex sinnum. Massa er samt með betra meðaltal. Kovalainen er svo þriðji, á undan Raikkönen hvað árangur í tímatökum varðar. Alonso er fimmti og Jarno Trulli sjötti. Sjá brautarlýsingu í Kína
Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira