Fótbolti

Mutu áfrýjar úrskurði FIFA

NordicPhotos/GettyImages

Rúmenski knattspyrnumaðurinn Adrian Mutu áfrýjaði í dag úrskurði FIFA til íþróttadómstóla eftir að honum var á dögunum gert að greiða fyrrum félagi sínu Chelsea tvo milljarða í miskabætur.

Mutu var rekinn frá Chelsea eftir að hafa notað kókaín árið 2004 og fékk sjö mánaða keppnisbann í kjölfarið.

Niðurstöðu dómstóla er að vænta innan fjögurra mánaða en Mutu segir upphæðina allt of háa. "Þetta er ómanneskjuleg meðferð. Mér finnst ég ekki hafa brotið af mér til að verðskulda svona háa sekt," sagði Mutu þegar dómur lá fyrir hjá FIFA um daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×