Fótbolti

Fljótust í 4-0

Del Piero og Trezeguet hjá Juventus komust báðir á blað í dag
Del Piero og Trezeguet hjá Juventus komust báðir á blað í dag NordcPhotos/GettyImages

Roma og Juventus voru heldur betur í stuði í ítalska boltanum í dag og komust í 4-0 á 32 og 33 mínútum í leikjum sínum. Þau urðu fyrstu liðin til að vera svo fljót að komast í 4-0 í leik í A-deildinni í nær áratug.

Roma vann 4-1 sigur á Torino í dag og var aðeins 32 mínútur að komast í 4-0 í leiknum, en Juventus burstaði Lazio 5-2 og komst í 4-0 á 33 mínútum í leiknum.

Roma gerði þó enn betur í grannaslag gegn Lazio árið 1999 þegar liðið náði 4-0 forystu á aðeins 31 mínútu í 4-0 sigri.

Það er þýska stórliðið Bayern Munchen sem á besta árangur Evrópu í ár hvað varðar þessa tölfræði, en liðið náði 4-0 forystu gegn Dortmund þann 13. apríl sl. á aðeins 22 mínútum. Leiknum lauk með 5-0 sigri Bayern.

Besta árangurinn á Spáni á Real Madrid, sem náði 4-0 forystu gegn Valencia á útivelli eftir aðeins 37 mínútur í október í haust - en Real vann leikinn 5-1.

Á Englandi er það Aston Villa sem hefur verið fljótast að ná 4-0 forystu í leik, en henni náði liðið á útivelli gegn lánlausum Derby-mönnum þann 12. apríl sl. Leiknum lauk með 4-0 sigri Villa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×