Örlög að Hamilton vann titilinn 6. nóvember 2008 10:21 Ross Brawn gerði Michael Schumacher að heimsmeistara í sjö skipti með Benetton og Ferrari. mynd: kappakstur.is Bretinn Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Honda segir að hann hafi ekki upplifað jafn magnþrunginn endasprett og í Brasilíu um síðustu helgi. Brawn var aðal tæknistjórinn á bakvið sjö titla Michael Schumacher á hans ferli. Það að Hamilton er búinn að vinna fyrsta meistaratitilinn þýðir að hann verður ekki eins spenntur ef hann kemst aftur í sömu aðstöðu. Mér fannst Hamilton hengdur upp á þráð og það er skiljanlegt," sagði Brawn, en hann er nýr framkvæmdarstjóri Honda liðsins. "Þetta er mest spennandi endasprettur sem ég hef séð og þetta var frábær dagur fyrir Formúlu 1. Titilinn vannst á heiðarlegan hátt og það var lítið um deilumál á þessu ári sem er vel. Bæði Massa og Hamilton eru frábærir ökumenn og hafa gert íþróttinni gott með framkomu sinni og hegðun í hvítvetna. Sannir íþróttamenn báðir tveir. Það er synd að annar skyldi þurfa að missa af titilinum. Ég tel að það hafi verið örlög Hamiltons að fá þennan titil, tveimur beygjum frá endamarkinu", sagði Brawn. Hann ákveður í lok nóvember hvort Bruno Senna kemur inn í lið Honda í stað Rubens Barrhichello á næsta ári. Á meðan þarf Barrichello að bíða á hliðarlínunni. Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Ross Brawn, framkvæmdarstjóri Honda segir að hann hafi ekki upplifað jafn magnþrunginn endasprett og í Brasilíu um síðustu helgi. Brawn var aðal tæknistjórinn á bakvið sjö titla Michael Schumacher á hans ferli. Það að Hamilton er búinn að vinna fyrsta meistaratitilinn þýðir að hann verður ekki eins spenntur ef hann kemst aftur í sömu aðstöðu. Mér fannst Hamilton hengdur upp á þráð og það er skiljanlegt," sagði Brawn, en hann er nýr framkvæmdarstjóri Honda liðsins. "Þetta er mest spennandi endasprettur sem ég hef séð og þetta var frábær dagur fyrir Formúlu 1. Titilinn vannst á heiðarlegan hátt og það var lítið um deilumál á þessu ári sem er vel. Bæði Massa og Hamilton eru frábærir ökumenn og hafa gert íþróttinni gott með framkomu sinni og hegðun í hvítvetna. Sannir íþróttamenn báðir tveir. Það er synd að annar skyldi þurfa að missa af titilinum. Ég tel að það hafi verið örlög Hamiltons að fá þennan titil, tveimur beygjum frá endamarkinu", sagði Brawn. Hann ákveður í lok nóvember hvort Bruno Senna kemur inn í lið Honda í stað Rubens Barrhichello á næsta ári. Á meðan þarf Barrichello að bíða á hliðarlínunni.
Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira