Viðskipti innlent

Velkomin til Austur-Þýskalands

Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna á gjaldeyrismarkaði. Því samkvæmt verða útflutningsfyrirtæki að skila öllum gjaldeyri í hús.
Skilaskylda setur mark sitt á viðskipti með krónuna á gjaldeyrismarkaði. Því samkvæmt verða útflutningsfyrirtæki að skila öllum gjaldeyri í hús. Mynd/GVA

Gengi krónunnar hefur styrkst um 0,18 prósent frá því hún var sett á flot í morgun. Viðskipti á gjaldeyrismarkaði eru talsvert minni en þau voru fyrir bankahrunið í byrjun október.

Viðskipti með gjaldeyri einskorðast við vöruviðskipti og markast talsvert af reglum Seðlabankans sem Alþingi samþykkti fyrir viku um skilaskyldu á gjaldeyri, samkvæmt upplýsingum frá gjaldeyrisborði eins bankanna.

Þetta er mjög keimlíkt því sem tíðkaðist í Austur-Þýskalandi fyrir fall Berlínarmmúrsins, en þá þurftu ferðamenn og fyrirtæki að gera grein fyrir meðhöndlun og viðskiptum sínum með gjaldeyri.

Gengisvísitalan krónunnar liggur fast við 250 stigin. Einn Bandaríkjadalur kostar 148,6 krónur, ein evra 187,2 krónur, eitt breskt pund 215,6 krónur og ein dönsk króna 25,1 krónu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×