Körfubolti

Dregið í riðla fyrir EM í körfubolta

Dirk Nowitzki og félagar í þýska landsliðinu eiga erfitt verkefni fyrir höndum ef þeir ætla í lokakeppnina
Dirk Nowitzki og félagar í þýska landsliðinu eiga erfitt verkefni fyrir höndum ef þeir ætla í lokakeppnina NordicPhotos/GettyImages

Búið er að draga í riðla fyrir Evrópumót landsliða í körfubolta sem fram fer í Póllandi á næsta ári.

Þar munu sextán þjóðir berjast í fjórum riðlum, en fimmtán þeirra hafa þegar raðast í riðlana. Ein þjóð mun svo bætast við eftir undankeppni um lausa sætið.

Keppnin um lausa sætið er hörð þar sem sex þjóðir í tveimur riðlum eigast við. Í A-riðli umspilsins leika Portúgal, Bosnía og Belgía en í B-riðlinum eru Ítalía, Frakkland og Finnland.

Efstu liðin úr hvorum riðli mætast svo í úrslitaleik (heima og heiman) um laust sæti á EM, en þegar er ljóst að annað hvort Tony Parker og félagar í franska liðinu eða Dirk Nowitzki og félagar hans í þýska liðinu þurfa að sætta sig við að komast ekki í úrslitakeppnina.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða lið leika saman í riðlum í Póllandi á næsta ári:

A-Riðill

Makedóníar

Króatía

Ísrael

Grikkland

B-Riðill

Rússland

Sigurvegari forkeppni

Þýskaland

Lettland

C-Riðill

Stóra Bretland

Serbía

Spánn

Slóvenia

D-Riðill

Pólland

Tyrkland

Litháen

Búlgaría






Fleiri fréttir

Sjá meira


×