Faðir Netsins boðar nýtt IP-tölukerfi Atli Steinn Guðmundsson skrifar 25. september 2008 08:19 Vinton Cerf, faðir Netsins. MYND/Theage.com Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi. Vinton Cerf er maðurinn á bak við hinn svokallaða IP/TCP-staðal sem öll netumferð byggist á. IP-tala tölvu, eða Internet Protocol, er notuð til að tilgreina staðsetningu hennar á Netinu og er að mörgu leyti keimlík kennitölum einstaklinga nema hvað hún hefur meira með staðsetningu að gera og líkist ef til vill húsnúmeri eða símanúmeri á Netinu. Þessar tölur eru nú farnar að verða af skornum skammti segir Cerf og líkir ástandinu við það er bæta þurfi staf eða stöfum við símanúmer til að hægt sé að bæta við fleiri notendum. Auðvitað er framkvæmdin þó flóknari á Netinu. IP-staðallinn er í grunninn frá árinu 1977 og þá voru 4,2 milljarðar IP-talna til skiptanna. Nú er fyrirsjáanlegt að þær verði uppurnar árið 2010 og er því unnið hörðum höndum að þróun nýs staðals. Líklegt er að fyrir valinu verði IPv6-staðallinn svonefndi en hann nota Japanir meðal annars til að senda boð frá jarðskjálftanemum til tölva. Tækni Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Maðurinn sem nefndur hefur verið faðir Netsins varar nú við því að svokallaðar IP-tölur séu farnar að verða af skornum skammti og taka þurfi upp nýtt kerfi. Vinton Cerf er maðurinn á bak við hinn svokallaða IP/TCP-staðal sem öll netumferð byggist á. IP-tala tölvu, eða Internet Protocol, er notuð til að tilgreina staðsetningu hennar á Netinu og er að mörgu leyti keimlík kennitölum einstaklinga nema hvað hún hefur meira með staðsetningu að gera og líkist ef til vill húsnúmeri eða símanúmeri á Netinu. Þessar tölur eru nú farnar að verða af skornum skammti segir Cerf og líkir ástandinu við það er bæta þurfi staf eða stöfum við símanúmer til að hægt sé að bæta við fleiri notendum. Auðvitað er framkvæmdin þó flóknari á Netinu. IP-staðallinn er í grunninn frá árinu 1977 og þá voru 4,2 milljarðar IP-talna til skiptanna. Nú er fyrirsjáanlegt að þær verði uppurnar árið 2010 og er því unnið hörðum höndum að þróun nýs staðals. Líklegt er að fyrir valinu verði IPv6-staðallinn svonefndi en hann nota Japanir meðal annars til að senda boð frá jarðskjálftanemum til tölva.
Tækni Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent