Di Grassi kveðst líklegur arftaki Piquet 24. október 2008 10:58 Lucas di Grassi hefur verið þróunarökumaður og stendur hér að baki Alonso og Piquet ásamt Roman Grosejan. Mynd: Getty Images Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari. Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Brasilíumaðurinn Lucas di Grassi segist vongóður um að taka sæti Nelson Piquet hjá Renault á næsta keppnistímabili. Piquet hefur verið mistækur á árinu, en di Grassi var í fremstu röð í GP 2 mótaröðinni á árinu, auk þess að vera þróunarökumaður Renault. GP 2 mótaröðin hefur alið af sér marga Formúlu 1 ökumenn og Flavio Briatore hjá Renault gaf það í skyn á dögunum að Piquet gæti verið á útleið. "Ég vil stíga næsta skref og komast í Formúlu 1 og það er góður möguleiki á að ég verði í þeirri mótaröð á næsta ári. Renault er fyrsti kostur minn, en ef ég fæ leyfi, þá myndi ég leit til annarra liða," sagði di Grassi. Honda og Torro Rosso eiga enn eftir að staðfesta ökumenn sína og reyndar Renault líka, en flest bendir til að Fernando Alonso verði áfram hjá liðinu. "Þetta er undir Renault komið, sem hefur fyrsta rétt á störfum mínum. Ég er að bíða eftir ákvörðun þeirra, eða hvort ég fæ leyfi til að tala við aðra aðila," sagði di Grassi. Báðir ökumenn eru Brasilíumenn og lokamótið í Formúlunni verður einmitt í Brasilíu um aðra helgi. Þá ræðst hvort Brasilíumaðurinn Felipe Massa eða Bretinn Lewis Hamilton verður heimsmeistari.
Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira