Sport

SÍ lýsir yfir áhyggjum af uppsögnum

Margrét Lára Viðarsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins í fyrra en SÍ stendur að því kjöri í samstarfi við ÍSÍ.
Margrét Lára Viðarsdóttir var kjörin íþróttamaður ársins í fyrra en SÍ stendur að því kjöri í samstarfi við ÍSÍ.

Samtök íþróttafréttamanna samþykktu á félagsfundi sínum í dag ályktun þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af uppsögnum íþróttafréttamanna sem hafa átt sér stað að undanförnu.

Samþykktin er svohljóðandi:

„Samtök íþróttafréttamanna lýsa yfir þungum áhyggjum sínum af uppsögnum íþróttafréttamanna að undanförnu. Samtökin skora á íslenska fjölmiðla að halda uppi öflugum fréttaflutningi af íþróttum sem og að standa vörð um beinar útsendingar af íslenskum íþróttum enda sýna fjölmiðlakannanir að slíkt efni nýtur mikilla vinsælda og hefur ótvírætt forvarnargildi. Samtökin skora á fjölmiðla að leita annarra leiða til hagræðingar en harkalegan niðurskurð á íþróttaumfjöllun. Þá er skorað á fjölmiðla að standa vörð um reynslumikla sveit íslenskra íþróttafréttamanna og að draga uppsagnir til baka.“










Fleiri fréttir

Sjá meira


×