Fótbolti

PSV hefur áhuga á Ronaldo

NordcPhotos/GettyImages

Spænskir fjölmiðlar segja að forráðamenn hollenska félagsins PSV Eindhoven hafi sett sig í samband við framherjann Ronaldo með það fyrir augum að fá hann aftur til félagsins.

Ronaldo er að ná sér eftir hnéuppskurð en er með lausa samninga frá AC Milan á Ítalíu. Talið er að hann muni ekki fá nýjan samning hjá Milan nema hann sýni fram á að hafa náð sér að fullu, en bati kappans hefur verið nokkuð góður síðan hann meiddist í febrúar.

Ronaldo sló í gegn hjá PSV um miðjan síðasta áratug og skoraði 42 mörk í 45 leikjum fyrir liðið á árunum 1994-96.

Sagt er að Flamengo í Brasilíu sé einnig á höttunum eftir þessum mikla markaskorara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×