Verður á milli tannanna á fólki næstu daga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2008 07:00 Benedikt Guðmundsson. Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi. Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR-liðsins, brosti út að eyrum á blaðamannfundi í KR-heimilinu í gær enda búinn að fá til liðs við KR tvo "týnda" syni sem jafnframt eru tveir af bestu körfuboltamönnum landsins. Jón Arnór Stefánsson og Jakob Örn Sigurðarson ætla nefnilega að spila með KR næsta vetur eftir að hafa eytt síðustu árum í atvinnumennsku í Evrópu. „1982-árgangurinn er búinn að tala um það í mörg ár að halda einhvern almennilegan endurfund eitt kvöld. Við ákváðum bara í staðinn að taka einn vetur saman," segir Benedikt í léttum tón en í fyrrahaust snéri landsliðsmaðurinn Helgi Már Magnússon einnig aftur í KR. „Þetta hefur mikið áhrif á körfuboltahliðina hjá KR en ekki síður markaðshliðina. Maður vissi það að um leið og Jón kæmi þá yrði ákveðin sprengja. Þetta verður á milli tannanna á fólki næstu daga," segir Benedikt sem leist ekkert alltof vel á þetta í byrjun því hann vill sjá þá í toppdeild. Benedikt skildi þá félaga beturl eftir að hann sá þeirra sjónarmið. „Þeir fara báðir ungir út og það er kannski komin ákveðin þreyta í þá að vera alltaf að búa í nýju landi og aðlagast nýrri menningu og nýju tungumáli. Þetta er ekkert auðvelt líf þótt að menn sjá þetta í einhverjum hillingum. Þetta reynir á og ég held að það skemmi ekkert fyrir þeim að taka einn vetur hérna heima og rækta sambandið við fjölskyldumeðlimi og vini. Þeir fara síðan bara ferskari út aftur eftir veturinn," segir Benedikt en titilinn er samt ekkert kominn í hús. „Það eru ekki einn eða tveir menn sem eru að fara vinna þessa deild. Það er ekkert lið sterkari en veikasti hlekkurinn þó að ég komi með eina klisjuna. Þetta fer allt eftir hvernig liðið nær saman og það náði ekki nægilega vel saman í fyrra. Núna ætla ég að vera með sterka bakverði og það er frábært að fá gamla nemendur sem þekkja það hvernig ég vil spila. Ég þekki líka þá og veit hvernig ég á að nota þá. Þetta er frábært fyrir alla aðila," segir Benedikt sem ætlar bara að vera með einn útlending en KR hefur verið með þrjá erlenda leikmenn síðustu tvö tímabil. " „Við tökum síðan bara einn kana með þessu. Ég hugsa að ég taki einhvern léttan framherja sem getur hlaupið völlinn og spilað þennan hraða bolta með okkur. Ég er ekki að fara að taka einhvern þungann mann því það geri ég ekki aftur," segir Benedikt sem átti afmæli í gær og fékk því enga smá góða afmælisgjöf frá þeim Jóni Arnóri og Jakobi.
Dominos-deild karla Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Fleiri fréttir Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn