Gósentíð hjá hnökkunum Dr. Gunni skrifar 23. apríl 2008 05:00 Danstónlistin vinsælli en rokkið. Svali á FM957 man tímana tvenna enda með elstu hnökkum landsins. Vísir/Pjetur Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana! Hlustendaverðlaunin Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira
Það er gott að vera hnakki þessa dagana. Það hreinlega hrúgast inn hnakkatengdir stórviðburðir og hnakkarnir ráða ríkjum í auglýsingaheiminum með yfirtöku Merzedes Club og Eurobandsins. Rokkstöðin X-ið mælist varla í könnunum á meðan FM957 fitnar á fjósbitanum. „Já, það er gósentíð og okkur gengur vel,“ segir Svali á FM. Hann man tímana tvenna enda elsti starfsmaður stöðvarinnar, hefur verið með síðan 1991. „X-ið var lengi álíka vinsælt og við í könnunum. Ég held að núna sé bara tímabil sem líkist því sem var í gangi sirka 1993 þegar Prodigy var að koma upp. Danstónlistin er einfaldlega vinsælli en rokkið núna. En þetta á örugglega eftir að breytast eins og gerðist á sínum tíma. Ég spái rokksveiflu aftur eftir tvö ár.“ Svali telur skýringuna líka geta legið í því að rokkarar og hnakkar eru ólíkar manngerðir. „Rokkarar eru jaðarhópur sem er erfiðara að selja auglýsingar. Og án auglýsinga er minna lagt í útvarpsstöðina þína. Rokkarar eru minna uppteknir af neyslunni. Þeir eru sjálfum sér nógir og láta ekki segja sér hvað er vinsælt eða hvað á að verða vinsælt næst. Áherslur okkar hóps eru á öðrum sviðum. Okkar fólki finnst bara þægilegt að vera matað á vinsælli músik en hefur í staðinn mun sterkari skoðanir á því hvar það á að kaupa jakkann sinn.“ Hlustendaverðlaun FM957 fara fram laugardaginn 3. maí. Mikið verður um dýrðir og þessa dagana getur almenningur kosið á milli flytjenda á heimasíðunni fm957.is. Þetta eru því mun lýðræðislegri verðlaun en Hin íslensku tónlistarverðlaun. Svali segir viðbrögðin „rosafín“. Svo eru það tónleikarnir. Fedde Le Grand heldur uppi stuðinu í kvöld á Broadway. Þessi hollenski plötusnúður og lagahöfundur hefur átt þrjú topplög á FM957 og er því sannarlega aufúsugestur. Næsti stórhnakki til að heiðra klakann er svo hinn sænski Eric Prydz en hann er frægastur fyrir „eróbikmyndbandið“ við smellinn Call on Me. Mercedez Club hafði þetta vídeó ekki síst í huga þegar „kynþokkafyllsta myndband í heimi“ var búið til. Eric verður á Broadway 17. maí. Sem sagt, brjálæðislega góðir tímar fyrir hnakkana!
Hlustendaverðlaunin Mest lesið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Lífið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið „Ekkert of gott að vera of grannur“ Lífið Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu Lífið Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Lífið Algjör óvissa með Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Sjá meira