Tvö Íslendingalið á leið upp Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. júní 2008 21:10 Baldur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og núverandi leikmaður Bryne. Þrír íslenskir knattspyrnumenn leika með jafn mörgum liðum í norsku B-deildinni en tvö þeirra eru í toppbaráttu deildarinnar. Tvö þessara þriggja Íslendingaliða féllu úr úrvalsdeildinni í haust en hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Jóhannes Harðarson og félagar í Start eru í öðru sæti deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki og eru enn taplausir. Liðið er þó fimm stigum á eftir Odd Grenland sem féll einnig úr úrvalsdeildinni í haust. Þriðja fallliðið og hitt Íslendingafélagið er Sandefjord. Kjartan Henry Finnbogason gekk til liðs við félagið í vetur en því hefur ekki gengið nægilega vel og er í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Þriðja Íslendingaliðið er Bryne sem Keflvíkingurinn Baldur Sigurðsson leikur með. Það er í þriðja sæti með sextán stig. Það er reyndar útlit fyrir harða baráttu um toppsætin í deildinni þar sem ekki nema sex stig skilja að liðin í þriðja sæti og því tólfta. Vegna fjölgunar liða í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð úr fjórtán í sextán komast þrjú lið beint upp. Það lið sem lendir í fjórða sæti keppir við liðið sem verður næstneðst í úrvalsdeildinni um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Jóhannes Þór hefur ekki komið við sögu hjá Start í nema fjórum leikjum og þá alltaf sem varamaður. Hann hefur ekkert mark skorað í deildinni en náð sér í eitt gult spjald. Baldur Sigurðsson hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryna síðan hann kom til félagsins en meiðsli í upphafi tímabilsins gerðu það að verkum að hann missti af þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Hann hefur síðan þá spilað fjóra leiki og alla í byrjunarliðinu. Hann hefur þó ekki náð að skora. Þess má hins vegar geta að annar knattspyrnukappi sem er Íslendingum vel kunnugur leikur með Bryne. Það er Daninn Allan Borgvardt sem lék með FH og var tvívegis valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryne og verið í byrjunarliðinu í átta af níu leikjum. Hann hefur skorað fjögur mörk í deildinni til þessa. Hann skoraði þrennu í 3-1 sigri Bryne á Alta og þá tryggði hann liðinu 1-0 sigur á Löv-Ham um helgina. Hann er meðal markahæstur leikmanna deildarinnar en þrír af fjórum markahæstu leika allir með Odd Grenland. Kjartan Henry hefur verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Sandefjord en þar að auki hefur hann þrívegis komið inn á sem varamaður. Hann spilaði allan leikinn í fyrsta sinn er Sandefjord gerði 2-2 jafntefli við Hödd um helgina. Hann hefur enn ekki náð að skora. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira
Þrír íslenskir knattspyrnumenn leika með jafn mörgum liðum í norsku B-deildinni en tvö þeirra eru í toppbaráttu deildarinnar. Tvö þessara þriggja Íslendingaliða féllu úr úrvalsdeildinni í haust en hafa átt misjöfnu gengi að fagna. Jóhannes Harðarson og félagar í Start eru í öðru sæti deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki og eru enn taplausir. Liðið er þó fimm stigum á eftir Odd Grenland sem féll einnig úr úrvalsdeildinni í haust. Þriðja fallliðið og hitt Íslendingafélagið er Sandefjord. Kjartan Henry Finnbogason gekk til liðs við félagið í vetur en því hefur ekki gengið nægilega vel og er í tíunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Þriðja Íslendingaliðið er Bryne sem Keflvíkingurinn Baldur Sigurðsson leikur með. Það er í þriðja sæti með sextán stig. Það er reyndar útlit fyrir harða baráttu um toppsætin í deildinni þar sem ekki nema sex stig skilja að liðin í þriðja sæti og því tólfta. Vegna fjölgunar liða í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð úr fjórtán í sextán komast þrjú lið beint upp. Það lið sem lendir í fjórða sæti keppir við liðið sem verður næstneðst í úrvalsdeildinni um sæti í deildinni á næstu leiktíð. Jóhannes Þór hefur ekki komið við sögu hjá Start í nema fjórum leikjum og þá alltaf sem varamaður. Hann hefur ekkert mark skorað í deildinni en náð sér í eitt gult spjald. Baldur Sigurðsson hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryna síðan hann kom til félagsins en meiðsli í upphafi tímabilsins gerðu það að verkum að hann missti af þremur af fyrstu fjórum leikjunum. Hann hefur síðan þá spilað fjóra leiki og alla í byrjunarliðinu. Hann hefur þó ekki náð að skora. Þess má hins vegar geta að annar knattspyrnukappi sem er Íslendingum vel kunnugur leikur með Bryne. Það er Daninn Allan Borgvardt sem lék með FH og var tvívegis valinn besti leikmaður deildarinnar. Hann hefur verið fastamaður í byrjunarliði Bryne og verið í byrjunarliðinu í átta af níu leikjum. Hann hefur skorað fjögur mörk í deildinni til þessa. Hann skoraði þrennu í 3-1 sigri Bryne á Alta og þá tryggði hann liðinu 1-0 sigur á Löv-Ham um helgina. Hann er meðal markahæstur leikmanna deildarinnar en þrír af fjórum markahæstu leika allir með Odd Grenland. Kjartan Henry hefur verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Sandefjord en þar að auki hefur hann þrívegis komið inn á sem varamaður. Hann spilaði allan leikinn í fyrsta sinn er Sandefjord gerði 2-2 jafntefli við Hödd um helgina. Hann hefur enn ekki náð að skora.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Sjá meira