Samráð í stað einangrunar Steinunn Stefánsdóttir skrifar 8. desember 2008 07:00 Viðvörunarbjöllurnar gullu með vaxandi þunga í aðdraganda bankahrunsins í haust. Þar voru hagfræðingar á ferð, bæði innlendir og erlendir, og einnig stjórnmálamenn og ýmsir aðrir sem gerðu sér grein fyrir því að íslenska fjármálaundrið væri ekki undur heldur nær því að vera tálsýn. Skýrslur voru gerðar, greinar skrifaðar og erindi flutt. Ráðamenn í landinu héldu þó fyrir eyrun og aðhöfðust ekkert. Viðbrögðin við röddum hinna vantrúuðu voru á þann veg að allt væri hér í besta lagi og fátt benti til annars en að svo yrði áfram. Yfirlýsing formanns bankastjórnar Seðlabankans á fundi viðskiptanefndar Alþingis þess efnis að hann hafi varað við því að bankarnir hryndu á fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í júní er ömurleg. Í fyrsta lagi virðist honum ekki hafa komið til hugar að bregðast á einhvern hátt við þessari vitneskju sinni með aðgerðum sem voru á valdi hans eigin stofnunar. Þvert á móti skrifaði hann undir heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið í formi skýrslu frá Seðlabanka í maí sem leið. Í öðru lagi segjast ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ekki hafa heyrt svo afdráttarlausa viðvörun úr munni seðlabankastjórans í sumar. Ljóst er því að hafi einhver þeirra hlýtt á orð bankastjórans hefur þeim hinum sama hreint ekki dottið í hug að nýta þau í verki. Óskiljanlegt er einnig að ráðherra bankamála og formaður stjórnar Seðlabankans áttu ekki einn einasta fund í heilt ár frá miðju sumri 2007 til miðs sumars 2008. Þar er mikil einangrunarstefna á ferð þegar öllum hefði mátt ljóst vera að fyllsta ástæða væri fyrir alla þá sem að stjórn efnahagsmála í landinu komu að hafa samvinnu og samráð í markvissum farvegi. Fram hefur komið að bankastjórn Seðlabankans hefur tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess einu sinni að upplýsa hagfræðinga bankans um þær, hvað þá heldur sækja til þeirra ráð. Skortur á samráði og viljaleysi til að nýta þekkingu fagmanna einkennir allan aðdraganda bankahrunsins. Það sama hefur því miður verið uppi á teningnum eftir hrunið og að því er virðist komið í veg fyrir samhentar og markvissar aðgerðir í kjölfar hruns bankanna. Það er skýlaus krafa að þetta óheillaferli verði rofið og efnt til víðtæks samráðs stjórnmálamanna, fræðimanna, samtaka vinnumarkaðarins og embættismanna um að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem íslenskur almenningur verður fyrir af völdum fjármálakreppunnar. Krafan er einnig að þetta samráð verði haft fyrir opnum tjöldum þannig að þjóðin geti fylgst með því sem fram fer og verið virk í umræðunni um framtíð sína. Tími einangrunar og aðgerðarleysis bak við luktar dyr er liðinn og tími gegnsæs samráðs og aðgerða runninn upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun
Viðvörunarbjöllurnar gullu með vaxandi þunga í aðdraganda bankahrunsins í haust. Þar voru hagfræðingar á ferð, bæði innlendir og erlendir, og einnig stjórnmálamenn og ýmsir aðrir sem gerðu sér grein fyrir því að íslenska fjármálaundrið væri ekki undur heldur nær því að vera tálsýn. Skýrslur voru gerðar, greinar skrifaðar og erindi flutt. Ráðamenn í landinu héldu þó fyrir eyrun og aðhöfðust ekkert. Viðbrögðin við röddum hinna vantrúuðu voru á þann veg að allt væri hér í besta lagi og fátt benti til annars en að svo yrði áfram. Yfirlýsing formanns bankastjórnar Seðlabankans á fundi viðskiptanefndar Alþingis þess efnis að hann hafi varað við því að bankarnir hryndu á fundi með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í júní er ömurleg. Í fyrsta lagi virðist honum ekki hafa komið til hugar að bregðast á einhvern hátt við þessari vitneskju sinni með aðgerðum sem voru á valdi hans eigin stofnunar. Þvert á móti skrifaði hann undir heilbrigðisvottorð fyrir íslenska bankakerfið í formi skýrslu frá Seðlabanka í maí sem leið. Í öðru lagi segjast ráðherrar í ríkisstjórn Íslands ekki hafa heyrt svo afdráttarlausa viðvörun úr munni seðlabankastjórans í sumar. Ljóst er því að hafi einhver þeirra hlýtt á orð bankastjórans hefur þeim hinum sama hreint ekki dottið í hug að nýta þau í verki. Óskiljanlegt er einnig að ráðherra bankamála og formaður stjórnar Seðlabankans áttu ekki einn einasta fund í heilt ár frá miðju sumri 2007 til miðs sumars 2008. Þar er mikil einangrunarstefna á ferð þegar öllum hefði mátt ljóst vera að fyllsta ástæða væri fyrir alla þá sem að stjórn efnahagsmála í landinu komu að hafa samvinnu og samráð í markvissum farvegi. Fram hefur komið að bankastjórn Seðlabankans hefur tekið afdrifaríkar ákvarðanir án þess einu sinni að upplýsa hagfræðinga bankans um þær, hvað þá heldur sækja til þeirra ráð. Skortur á samráði og viljaleysi til að nýta þekkingu fagmanna einkennir allan aðdraganda bankahrunsins. Það sama hefur því miður verið uppi á teningnum eftir hrunið og að því er virðist komið í veg fyrir samhentar og markvissar aðgerðir í kjölfar hruns bankanna. Það er skýlaus krafa að þetta óheillaferli verði rofið og efnt til víðtæks samráðs stjórnmálamanna, fræðimanna, samtaka vinnumarkaðarins og embættismanna um að vinna úr þeirri stöðu sem upp er komin með það að markmiði að draga úr þeim skaða sem íslenskur almenningur verður fyrir af völdum fjármálakreppunnar. Krafan er einnig að þetta samráð verði haft fyrir opnum tjöldum þannig að þjóðin geti fylgst með því sem fram fer og verið virk í umræðunni um framtíð sína. Tími einangrunar og aðgerðarleysis bak við luktar dyr er liðinn og tími gegnsæs samráðs og aðgerða runninn upp.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun