Þriðji sigur Massa í röð í Tyrklandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. maí 2008 13:50 Felipe Massa ók til sigurs í dag. Nordic Photos / Getty Images Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams Formúla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þriðja árið í röð vann Brasilíumaðurinn Felipe Massa sigur í tyrkneska kappasktrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton varð annar. Massa var á ráspól en Hamilton reyndi sitt allra besta til að skáka honum. Sá enski náði að taka fram úr Massa um miðja keppnina en þar sem hann þurfti að stoppa þrisvar á viðgerðarsvæðinu dugði það aðeins til að hafa betur gegn Kimi Raikkönen í baráttunni um annað sætið. Báðir Ferrari-mennirnir, Massa og Raikkönen, stoppuðu tvisvar á viðgerðarsvæðinu sem þykir nokkuð hefðbundið. Hamilton náði með árangrinum í dag að minnka forskot Raikkönen í stigakeppni ökuþóra í sjö stig. Massa er með jafn mörg stig og Hamilton í stigakeppninni. Ferrari hafði haft mikla yfirburði í síðustu tveimur keppnum en McLaren gekk mun betur í dag að veita þeim einhverja samkeppni. Félagi Hamilton, Heikki Kovalainen, var í öðru sæti á ráspól en varð fyrir þeirri óheppni að sprengja dekk strax á fyrsta hring og varð á endanum í tólfta sæti.Úrslitin í dag: 1. Massa, Ferrari 2. Hamilton, McLaren 3. Raikkönen, Ferrari 4. Kubica, BMW Sauber 5. Heidfeld, BMW Sauber 6. Alonso, Renault 7. Webber, Red Bull 8. Rosberg, Williams
Formúla Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira