Lágflug á helstu mörkuðum 2. júní 2008 09:21 Miðlarar að störfum í kauphöllinni í Frankfurt í Þýskalandi. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á evrópskum mörkuðum í dag. Fjármálafyrirtæki og flugfélög leiða lækkun dagsins. Gengi bréfa í breska fasteignalánafyrirtækinu Bradford & Bingley féll um rúm 24 prósent eftir að stjórnendur fyrirtæksins greindu frá því að þeir hefðu selt bandaríska fjárfestingarsjóðnum TPG 23 prósenta hlut í fyrirtækinu fyrir tæpar 179 milljónir punda, jafnvirði 26 milljarða íslenskra króna. Hagnaður bankans nam 56 milljónum punda á fyrstu fjórum mánuðum ársins en það er 48 prósenta sadráttur á milli ára. Fyrirtækið leitaði eftir því að ná inn 300 milljónum punda með hlutafjárútboði til að bæta í dræmar afkomutölur. Útlit er fyrir að það nái tæpum 260 milljónum í kassann. Þetta er fyrsta almenna lækkunin eftir hækkun í fjóra viðskiptadaga í evrópskum kauphöllum, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. Helsta ástæðan fyrir lækkuninni nú er verðhækkun á hráolíu, sem óttast er að setji skarð í afkomutölur flug- og rekstrarfélaga, og líkur á frekari afskriftum banka og fjármálafyrirtækja sem muni draga úr hagvexti í álfunni. Bloomberg hefur eftir Dieter Winer, framkvæmdastjóra hjá svissneskum sjóði, að þótt það versta sé yfirstaðið á fjármálamörkuðum þá sé titringurinn nú eftirskjálftar. „Fjármálakreppan heldur áfram," segir hann. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur lækkað um 0,86 prósent það sem af er dags. Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur á móti lækkað um 1,06 prósent og Cac 40-vísitalan í Frakklandi um 1,41 prósent.Lækkun er sömuleiðis á norrænum mörkuðum. Samnorræna hlutabréfavísitalan OMX 40 hefur lækkað um 1,44 prósent. Mest er lækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð, eða um 1,24 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira