Viðskipti innlent

Exista fallið í fimm aura á hlut

Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, sem er langstærsti hluthafi Existu. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir, stofnendur Bakkavarar, sem er langstærsti hluthafi Existu. Gengi bréfa í félaginu hefur aldrei verið lægra. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Existu féll um 64,29 prósent í dag og endaði í fimm aurum á hlut. Gengi bréfa í félaginu, sem fór úr níu vikna salti Fjármálaeftirlitsins í gær og verður tekið af markaði á föstudag, hefur aldrei verið lægra.

Þá féll gengi bréfa í Marel Food Systems um 2,74 prósent og Straums um 2,73 prósent auk þess sem gengi bréfa í Færeyjabanka lækkaði um 1,59 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um tólf prósent, færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum um 2,4 prósent, Bakkavarar um 1,7 prósent og Össurar um 1,02 prósent.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,49 prósent og endaði í 389 stigum. Hún hefur ekki verið lægri síðan seint í október árið 1994.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×