Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu aftur á niðurleið

Heimsmarkaðsverð á olíu er aftur á niðurleið eftir örskamma hækkun nú yfir jólin. Í gær lækkaði verðið um 10% og fór niður fyrir 35 dollara á tunnuna að nýju.

Samkvæmt frétt á vefsíðunni E24.no lækkaði verðið í gær sökum þess að nýjar tölur um olíubirgðir Bandaríkjanna sýna mun betri stöðu en fjárfestar áttu von á. Þessi góða birgðastaða dregur verulega úr eftirspurn þar í landi.

Talið er að olíuverð muni fara lækkandi fram yfir áramótin og muni á næstunni liggja á milli 30 og 35 dollara tunnan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×