Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal 8. apríl 2008 11:48 Kate McCann brotnaði saman í sjónvarpsviðtali eftir að fjölskyldan sneri aftur frá Portúgal. MYND/AFP Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum. Madeleine McCann Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times. Lögreglumenn vilja setja atburðarrásina á Ocean Club hótelinu kvöldið sem tilkynnt var um hvarf Madeleine á svið. Þeir hafa óskað eftir að tugir manns taki þátt í viðburðinum eftir að viðtölum við Tapas 7 hópinn lýkur í Bretlandi. Þau hófust í dag og klárast í lok vikunnar. Endurgerð atburðarrásarinnar, sem ekki eru fordæmi fyrir, er áætluð um miðjan næsta mánuð, stuttu eftir að ár er liðið frá hvarfi stúlkunnar 3. maí. Portúgalska lögreglan hefur skrifað vitnum og beðið þau um að taka þátt. McCann hjónin hafa ekki komið til Algarve síðan þau fengu réttarstöðu grunaðra í málinu 7. september síðastliðinn. Vinir þeirra hafa látið í ljós að þau myndu neita því að snúa aftur, nema þau verði hreinsuð af þeirri réttarstöðu. Endurgerðin yrði með þátttöku fjölda þeirra sem voru í Praia da Luz eftirmiðdaginn og kvöldið sem Madeleine hvarf úr svefnherbergi sínu klukkan 10 að kvöldi. Portúgalska lögreglan vonar að endurgerðin hjálpi þeim að koma auga á misræmi í sönnunargögnum og bendi á svæði sem þurfi frekari rannsókna við. Þrátt fyrir það segja gagnrýnendur að það sé merki um að lögreglan hafi í raun enga hugmynd um hvað kom fyrir Madeleine. Sérfræðingar frá Scotland Yard og Leicesterskíri höfðu ráðlagt portúgölsku lögreglunni að gera endurgerðina nokkrum vikum eftir hvarfið. Greinilegt ósamræmi í fyrri vitnisburði Tapas 7 hópsins og saga McCann hjónanna hefur verið viðfangsefni lögreglumanna. Samt sem áður hafa þeir haldið því fram að lítill munur sé á og hægt sé að búast við minniháttar misræmi í hvaða endurminningum sem er. McCann hjónin voru á Tapas veitingastað með sjömenningunum á Ocean Club hótelinu þegar mannræninginn mun hafa þvingað glugga opinn og tekið Madeleine af herberginu á fyrstu hæð hótelsins þar sem hún svaf með tvíburasystkinum sínum.
Madeleine McCann Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira