Portúgalska lögreglan yfirheyrir Tapas 7 8. apríl 2008 10:02 Gerry McCann með Madeleine á sundlaugarbakka í Praia da Luz skömmu áður en henni var rænt. MYND/AFP Portúgalskir lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann eru nú komnir til Bretlands til að taka viðtöl við Tapas 7 hópinn, vini Kate og Gerry McCann. Hópurinn er nefndur eftir veitingastaðnum sem hann var á kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumenn frá Leicesterskíri munu spyrja vinina sjö spurninga frá portúgölsku lögreglumönnunum sem fylgjast með viðtölunum. Enginn lögmaður verður viðstaddur og fólkinu er frjálst að fara þegar það vill. Steve Kingstone fréttamaður BBC segir að Kate og Gerry McCann vonist til að með viðtölunum nú verði réttarstöðu þeirra sem grunaðra í málinu aflétt. Þrír portúgalskir lögreglumenn með Paulo Rebelo lögregluforingja lentu á East Midlands flugvellinum í gær. Viðtölin við sjömenningana hefjast í dag og verður lokið í enda vikunnar. Á þessu stigi eru engin áform um að tala við foreldra Madeleine. Clarence Mitchell talsmaður þeirra segir að hjónin séu tilbúin að tala við lögreglu hvenær sem er. Madeleine sást síðast nokkrum dögum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn sinn í maí í Praia da Luz. Einn úr Tapas7 hópnum, Jane Tanner, hefur áður sagt lögreglu að hún hafi séð mann halda á barni nálægt íbúð fjölskyldunnar. Lögreglan áformar einnig að tala við ættingja og ráðgjafa sem voru með McCann hjónunum fyrstu dagana á eftir hvarf stúlkunnar. Lögmenn McCann hjónanna hafa farið fram á að rúmlega 20 vitni verði yfirheyrð, þar á meðal starfsfólk Ocean Club hótelsins og nokkrir breskir ferðamenn. Madeleine McCann Tengdar fréttir Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7. mars 2008 14:30 Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14. febrúar 2008 14:32 Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15. mars 2008 11:22 Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31. mars 2008 16:32 „Fyrirgefið Kate og Gerry“ Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar. 19. mars 2008 21:06 Fólk forðast Madeleine-hótelið Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu. 4. apríl 2008 21:15 Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18. febrúar 2008 16:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Portúgalskir lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann eru nú komnir til Bretlands til að taka viðtöl við Tapas 7 hópinn, vini Kate og Gerry McCann. Hópurinn er nefndur eftir veitingastaðnum sem hann var á kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumenn frá Leicesterskíri munu spyrja vinina sjö spurninga frá portúgölsku lögreglumönnunum sem fylgjast með viðtölunum. Enginn lögmaður verður viðstaddur og fólkinu er frjálst að fara þegar það vill. Steve Kingstone fréttamaður BBC segir að Kate og Gerry McCann vonist til að með viðtölunum nú verði réttarstöðu þeirra sem grunaðra í málinu aflétt. Þrír portúgalskir lögreglumenn með Paulo Rebelo lögregluforingja lentu á East Midlands flugvellinum í gær. Viðtölin við sjömenningana hefjast í dag og verður lokið í enda vikunnar. Á þessu stigi eru engin áform um að tala við foreldra Madeleine. Clarence Mitchell talsmaður þeirra segir að hjónin séu tilbúin að tala við lögreglu hvenær sem er. Madeleine sást síðast nokkrum dögum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn sinn í maí í Praia da Luz. Einn úr Tapas7 hópnum, Jane Tanner, hefur áður sagt lögreglu að hún hafi séð mann halda á barni nálægt íbúð fjölskyldunnar. Lögreglan áformar einnig að tala við ættingja og ráðgjafa sem voru með McCann hjónunum fyrstu dagana á eftir hvarf stúlkunnar. Lögmenn McCann hjónanna hafa farið fram á að rúmlega 20 vitni verði yfirheyrð, þar á meðal starfsfólk Ocean Club hótelsins og nokkrir breskir ferðamenn.
Madeleine McCann Tengdar fréttir Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7. mars 2008 14:30 Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14. febrúar 2008 14:32 Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15. mars 2008 11:22 Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31. mars 2008 16:32 „Fyrirgefið Kate og Gerry“ Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar. 19. mars 2008 21:06 Fólk forðast Madeleine-hótelið Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu. 4. apríl 2008 21:15 Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18. febrúar 2008 16:06 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7. mars 2008 14:30
Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14. febrúar 2008 14:32
Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15. mars 2008 11:22
Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31. mars 2008 16:32
„Fyrirgefið Kate og Gerry“ Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar. 19. mars 2008 21:06
Fólk forðast Madeleine-hótelið Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu. 4. apríl 2008 21:15
Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18. febrúar 2008 16:06