Portúgalska lögreglan yfirheyrir Tapas 7 8. apríl 2008 10:02 Gerry McCann með Madeleine á sundlaugarbakka í Praia da Luz skömmu áður en henni var rænt. MYND/AFP Portúgalskir lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann eru nú komnir til Bretlands til að taka viðtöl við Tapas 7 hópinn, vini Kate og Gerry McCann. Hópurinn er nefndur eftir veitingastaðnum sem hann var á kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumenn frá Leicesterskíri munu spyrja vinina sjö spurninga frá portúgölsku lögreglumönnunum sem fylgjast með viðtölunum. Enginn lögmaður verður viðstaddur og fólkinu er frjálst að fara þegar það vill. Steve Kingstone fréttamaður BBC segir að Kate og Gerry McCann vonist til að með viðtölunum nú verði réttarstöðu þeirra sem grunaðra í málinu aflétt. Þrír portúgalskir lögreglumenn með Paulo Rebelo lögregluforingja lentu á East Midlands flugvellinum í gær. Viðtölin við sjömenningana hefjast í dag og verður lokið í enda vikunnar. Á þessu stigi eru engin áform um að tala við foreldra Madeleine. Clarence Mitchell talsmaður þeirra segir að hjónin séu tilbúin að tala við lögreglu hvenær sem er. Madeleine sást síðast nokkrum dögum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn sinn í maí í Praia da Luz. Einn úr Tapas7 hópnum, Jane Tanner, hefur áður sagt lögreglu að hún hafi séð mann halda á barni nálægt íbúð fjölskyldunnar. Lögreglan áformar einnig að tala við ættingja og ráðgjafa sem voru með McCann hjónunum fyrstu dagana á eftir hvarf stúlkunnar. Lögmenn McCann hjónanna hafa farið fram á að rúmlega 20 vitni verði yfirheyrð, þar á meðal starfsfólk Ocean Club hótelsins og nokkrir breskir ferðamenn. Madeleine McCann Tengdar fréttir Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7. mars 2008 14:30 Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14. febrúar 2008 14:32 Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15. mars 2008 11:22 Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31. mars 2008 16:32 „Fyrirgefið Kate og Gerry“ Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar. 19. mars 2008 21:06 Fólk forðast Madeleine-hótelið Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu. 4. apríl 2008 21:15 Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18. febrúar 2008 16:06 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Portúgalskir lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann eru nú komnir til Bretlands til að taka viðtöl við Tapas 7 hópinn, vini Kate og Gerry McCann. Hópurinn er nefndur eftir veitingastaðnum sem hann var á kvöldið sem Madeleine hvarf. Lögreglumenn frá Leicesterskíri munu spyrja vinina sjö spurninga frá portúgölsku lögreglumönnunum sem fylgjast með viðtölunum. Enginn lögmaður verður viðstaddur og fólkinu er frjálst að fara þegar það vill. Steve Kingstone fréttamaður BBC segir að Kate og Gerry McCann vonist til að með viðtölunum nú verði réttarstöðu þeirra sem grunaðra í málinu aflétt. Þrír portúgalskir lögreglumenn með Paulo Rebelo lögregluforingja lentu á East Midlands flugvellinum í gær. Viðtölin við sjömenningana hefjast í dag og verður lokið í enda vikunnar. Á þessu stigi eru engin áform um að tala við foreldra Madeleine. Clarence Mitchell talsmaður þeirra segir að hjónin séu tilbúin að tala við lögreglu hvenær sem er. Madeleine sást síðast nokkrum dögum fyrir fjögurra ára afmælisdaginn sinn í maí í Praia da Luz. Einn úr Tapas7 hópnum, Jane Tanner, hefur áður sagt lögreglu að hún hafi séð mann halda á barni nálægt íbúð fjölskyldunnar. Lögreglan áformar einnig að tala við ættingja og ráðgjafa sem voru með McCann hjónunum fyrstu dagana á eftir hvarf stúlkunnar. Lögmenn McCann hjónanna hafa farið fram á að rúmlega 20 vitni verði yfirheyrð, þar á meðal starfsfólk Ocean Club hótelsins og nokkrir breskir ferðamenn.
Madeleine McCann Tengdar fréttir Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7. mars 2008 14:30 Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14. febrúar 2008 14:32 Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15. mars 2008 11:22 Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31. mars 2008 16:32 „Fyrirgefið Kate og Gerry“ Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar. 19. mars 2008 21:06 Fólk forðast Madeleine-hótelið Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu. 4. apríl 2008 21:15 Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18. febrúar 2008 16:06 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Íhuga málssókn vegna umfjöllunar um Madeleine málið Lögmenn Kate og Gerry McCann íhuga nú að höfða mál gegn breskum dagblöðum sem þeir telja að hafi fjallað um mál Madeleine á ósanngjarnan og rangan hátt. 7. mars 2008 14:30
Rannsókn Madeleine málsins næstum lokið Lögreglurannsóknin á hvarfi Madeleine McCann í Portúgal 3. maí á síðasta ári er næstum lokið samkvæmt því sem portúgalski innanríkisráðherrann sagði fjölmiðlum í gær. Madeleine sem var þriggja ára þegar hún hvarf úr sumarleyfisíbúð í Praia da Luz hefur ekki sést síðan. 14. febrúar 2008 14:32
Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15. mars 2008 11:22
Yfirheyra vini McCann hjónanna Portúgalska lögreglan fer til Bretlands í næstu viku til að tala aftur við vini foreldra Madeleine McCann. Kate og Gerry verða ekki yfirheyrð þrátt fyrir að vera enn með réttarstöðu grunaðra í málinu hjá portúgölskum yfirvöldum. 31. mars 2008 16:32
„Fyrirgefið Kate og Gerry“ Foreldrar Madeleine McCann hafa samþykkt 550,000 punda, rúmlega 85 milljónir íslenskra króna og afsökunarbeiðni frá tveimur breskum dagblöðum. Blöðin héldu því fram að þau ættu þátt í hvarfi stúlkunnar. 19. mars 2008 21:06
Fólk forðast Madeleine-hótelið Ocean Club hótelið, þar sem McCann fjölskyldan hélt til þegar Madeleine litla McCann hvarf er í mikilli niðurníðslu, nú þegar ellefu mánuðir eru liðnir frá hvarfinu. 4. apríl 2008 21:15
Amma Madeleine segir fjölskylduna þjást Susan Healey amma Madeleine McCann segir að kvöl fjölskyldunnar líkist því að hún sé „krossfest“ á hverjum degi. Healey, móðir Kate McCann, biður fólk að hætta að gagnrýna fjölskyldu sína og lýsir yfir árás á fjölmiðla. „Þetta er eins og að vera krossfestur dag eftir dag. Ég las þvílíka hluti um að Kate gréti ekki nóg, eða hvað það nú var,“ sagði hún í viðtali við Sky fréttastofuna. 18. febrúar 2008 16:06