Til Þorsteins Pálssonar Hallgrímur Helgason skrifar 23. mars 2008 14:15 Þessa dagana lesa margir nýjasta hefti tímaritsins Herðubreiðar, sem inniheldur umtalaðan palladóm um Styrmi Gunnarsson. Vegna dvalar norðan heiða hef ég enn ekki séð heftið en las hins vegar stuttan kafla úr dómnum sem birtur var á landsins besta netmiðli, Eyjunni, og vakti að vonum athygli. Þar er frásögn af því að núverandi ritstjóri Fréttablaðsins hafi orðið vitni að því á skrifstofu ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi gumaði af vitneskju sinni (í meintu símtali við Kristin Björnsson) um væntanlega húsleit lögreglunnar í Baugi sem síðan átti sér stað daginn eftir. Mér þótti þetta merkileg frétt en þó tóku aðrir miðlar ekki við sér. Kannski þykir það ekki lengur merkilegt að Styrmir Gunnarsson sé bendlaður við upphaf Baugsmálsins. En kannski eru menn einfaldlega orðnir leiðir á þessu máli. Þeir hinir sömu ættu að hætta að lesa hér. Sjálfur sendi Styrmir frá sér tilkynningu í kjölfar Eyjufréttar. Þar sagði meðal annars: "Ég hef í dag borið mig saman við Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, og Kristin Björnsson, fyrrverandi forstjóra, um ofangreinda frétt. Hvorugur kannast við þessa frásögn og mátti ég hafa það eftir báðum." Sem kunnugt er hef ég lengi tengst með óbeinum hætti hinu fræga Baugsmáli. Skömmu eftir húsleit lögreglu ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég hélt því fram að háttsettir menn hefðu beinlínis sigað lögreglunni á fyrirtæki sem ekki var þeim að skapi. Mörgum þótti þetta frekleg kenning og fékk ég víða bágt fyrir. Í kjölfarið var ég uppnefndur ýmsum nöfnum sem öll áttu að undirstrika að nú hefði ég gengið fram í þágu stórfyrirtækis, ef ekki fyrir hreinar peningagreiðslur, en ekki verið einfaldlega að sinna heilagri skyldu rithöfunda, að benda á misnotkun valds. Segja má að ég hafi með þessum skrifum tekið vissa áhættu. Ég hafði engar sannanir í höndunum, og að auki gat ég engan veginn verið viss um sakleysi Baugsmanna. Síðarnefnda atriðið var þó aukaatriði í málinu sem í mínum huga snerist fyrst og fremst um leikreglur í lýðræðissamfélagi. Segja má að ég hafi í raun lagt höfuð mitt að veði í þessu máli. Og á höggstokknum hefur það legið allar götur síðan, því enn í dag erum við engu nær, hvorki um upphaf málsins né sekt eða sakleysi Baugsmanna. Ég bið lesendur að fyrirgefa að ég skuli blanda persónu minni í málið en staðreyndin er því miður sú að ég kippist alltaf við þegar nýjar upplýsingar berast um tildrög Baugsmálsins. Mér er ekki sama. Og okkur á ekki að vera sama. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað af glæpagengi. Þess vegna er mikilvægt að við tölum hreint út, að við hlaupum ekki í felur með mikilvægar upplýsingar, jafnvel þótt það kosti okkur tímabundnar uppnefningar eða óþægindi í boðum. Nú er alltaf óþægilegt fyrir hvern mann að sjá birtar um sig "kjaftasögur". Sjálfur lenti ég eitt sinn í því að vera kallaður á teppið í Stjórnarráðinu. Sú saga fór hratt um bæinn og rataði loks á prent. Mín fyrstu viðbrögð voru að neita henni. Kjánaleg viðbrögð, en kannski skiljanleg. Sá sem kjaftar frá tveggja manna tali getur auðveldlega gert sig að klöguskjóðu. Ég áttaði mig þó fljótt á því að þeir frægu almannahagsmunir kröfðust þess að ég staðfesti fund minn með forsætisráðherra. Þeir voru æðri trúnaðinum við tveggja manna tal. Það sama á við hér. Hafi Þorsteinn Pálsson orðið vitni að vitneskju Styrmis Gunnarssonar um húsleit lögreglunnar í Baug áður en hún var gerð á hann hiklaust að segja frá því. Hér verður kurteisi við gamlan flokksfélaga að víkja. Hafi Þorsteinn hins vegar ekki orðið vitni að slíku á hann líka að segja frá því. Þegar þetta er skrifað, á miðvikudagsmorgni í dymbilviku, hefur hann hvorugt gert. Okkur ber öllum skylda til að segja sannleikann um það þjóðfélag sem við byggjum. Heilsa þess veltur á því að við horfum ekki framhjá þeim illu veirum sem á það herja heldur göngum í að einangra þær. Heilög skylda hvers Íslendings er að segja en ekki þegja, búi hann yfir upplýsingum sem varða almannaheill, jafnvel þótt síðari kosturinn sé þægilegri, og jafnvel þótt sá fyrri þýði trúnaðarbrot við tveggja manna tal. Ég skora á Þorstein Pálsson að segja okkur sannleikann í þessu máli. Með kveðju að norðan og von um gleðilega páska. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þessa dagana lesa margir nýjasta hefti tímaritsins Herðubreiðar, sem inniheldur umtalaðan palladóm um Styrmi Gunnarsson. Vegna dvalar norðan heiða hef ég enn ekki séð heftið en las hins vegar stuttan kafla úr dómnum sem birtur var á landsins besta netmiðli, Eyjunni, og vakti að vonum athygli. Þar er frásögn af því að núverandi ritstjóri Fréttablaðsins hafi orðið vitni að því á skrifstofu ritstjóra Morgunblaðsins þegar sá síðarnefndi gumaði af vitneskju sinni (í meintu símtali við Kristin Björnsson) um væntanlega húsleit lögreglunnar í Baugi sem síðan átti sér stað daginn eftir. Mér þótti þetta merkileg frétt en þó tóku aðrir miðlar ekki við sér. Kannski þykir það ekki lengur merkilegt að Styrmir Gunnarsson sé bendlaður við upphaf Baugsmálsins. En kannski eru menn einfaldlega orðnir leiðir á þessu máli. Þeir hinir sömu ættu að hætta að lesa hér. Sjálfur sendi Styrmir frá sér tilkynningu í kjölfar Eyjufréttar. Þar sagði meðal annars: "Ég hef í dag borið mig saman við Þorstein Pálsson, ritstjóra Fréttablaðsins, og Kristin Björnsson, fyrrverandi forstjóra, um ofangreinda frétt. Hvorugur kannast við þessa frásögn og mátti ég hafa það eftir báðum." Sem kunnugt er hef ég lengi tengst með óbeinum hætti hinu fræga Baugsmáli. Skömmu eftir húsleit lögreglu ritaði ég grein í Morgunblaðið þar sem ég hélt því fram að háttsettir menn hefðu beinlínis sigað lögreglunni á fyrirtæki sem ekki var þeim að skapi. Mörgum þótti þetta frekleg kenning og fékk ég víða bágt fyrir. Í kjölfarið var ég uppnefndur ýmsum nöfnum sem öll áttu að undirstrika að nú hefði ég gengið fram í þágu stórfyrirtækis, ef ekki fyrir hreinar peningagreiðslur, en ekki verið einfaldlega að sinna heilagri skyldu rithöfunda, að benda á misnotkun valds. Segja má að ég hafi með þessum skrifum tekið vissa áhættu. Ég hafði engar sannanir í höndunum, og að auki gat ég engan veginn verið viss um sakleysi Baugsmanna. Síðarnefnda atriðið var þó aukaatriði í málinu sem í mínum huga snerist fyrst og fremst um leikreglur í lýðræðissamfélagi. Segja má að ég hafi í raun lagt höfuð mitt að veði í þessu máli. Og á höggstokknum hefur það legið allar götur síðan, því enn í dag erum við engu nær, hvorki um upphaf málsins né sekt eða sakleysi Baugsmanna. Ég bið lesendur að fyrirgefa að ég skuli blanda persónu minni í málið en staðreyndin er því miður sú að ég kippist alltaf við þegar nýjar upplýsingar berast um tildrög Baugsmálsins. Mér er ekki sama. Og okkur á ekki að vera sama. Við viljum ekki að landinu sé stjórnað af glæpagengi. Þess vegna er mikilvægt að við tölum hreint út, að við hlaupum ekki í felur með mikilvægar upplýsingar, jafnvel þótt það kosti okkur tímabundnar uppnefningar eða óþægindi í boðum. Nú er alltaf óþægilegt fyrir hvern mann að sjá birtar um sig "kjaftasögur". Sjálfur lenti ég eitt sinn í því að vera kallaður á teppið í Stjórnarráðinu. Sú saga fór hratt um bæinn og rataði loks á prent. Mín fyrstu viðbrögð voru að neita henni. Kjánaleg viðbrögð, en kannski skiljanleg. Sá sem kjaftar frá tveggja manna tali getur auðveldlega gert sig að klöguskjóðu. Ég áttaði mig þó fljótt á því að þeir frægu almannahagsmunir kröfðust þess að ég staðfesti fund minn með forsætisráðherra. Þeir voru æðri trúnaðinum við tveggja manna tal. Það sama á við hér. Hafi Þorsteinn Pálsson orðið vitni að vitneskju Styrmis Gunnarssonar um húsleit lögreglunnar í Baug áður en hún var gerð á hann hiklaust að segja frá því. Hér verður kurteisi við gamlan flokksfélaga að víkja. Hafi Þorsteinn hins vegar ekki orðið vitni að slíku á hann líka að segja frá því. Þegar þetta er skrifað, á miðvikudagsmorgni í dymbilviku, hefur hann hvorugt gert. Okkur ber öllum skylda til að segja sannleikann um það þjóðfélag sem við byggjum. Heilsa þess veltur á því að við horfum ekki framhjá þeim illu veirum sem á það herja heldur göngum í að einangra þær. Heilög skylda hvers Íslendings er að segja en ekki þegja, búi hann yfir upplýsingum sem varða almannaheill, jafnvel þótt síðari kosturinn sé þægilegri, og jafnvel þótt sá fyrri þýði trúnaðarbrot við tveggja manna tal. Ég skora á Þorstein Pálsson að segja okkur sannleikann í þessu máli. Með kveðju að norðan og von um gleðilega páska.