Hamilton ánægður með nýja útfærslu Formúlu 1 15. mars 2008 17:08 Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt. ,,Tímatakan var taugatrekkjandi og ég náði aldrei virkilega góðum hring, þannig að ég veit að ég get ekið hraðar um brautina. Ég er ánægður með að lokaumferðin er aðeins 10 mínútur í tímatökunni og að engin spólvörn í bílunum", sagði Hamilton í dag. ,,Það er talsvert öðruvísi að aka án spólvarnar, en það laðar það besta fram í ökumönnum. Menn verða að taka á öllu sem þeir eiga til að ná árangri." Bein útsending verður frá fyrsta móti ársins á Stöð 2 Sport í nótt kl. 04.00, en síðan verður samantekt frá mótinu kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Í upphitun fyrir mótið í nótt verður rætt við Íslendinga á mótsstað og farið yfir gang mála um helgina með gestum í nýju myndveri. Ítarlegar upplýsingar um tölfræði úr tímatökum og brautarlýsingu frá Melbourne er að finna á www.kappakstur.is. Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton er ánægður gang mála hjá sér fyrir kappaksturinn í Ástralíu á morgun. Hann er fremstur á ráslinu og mjög sáttur við nýjar reglur um útbúnað bílanna. Hamilton keppir í fyrsta Formúlu 1 móti ársins í Ástralíu í nótt. ,,Tímatakan var taugatrekkjandi og ég náði aldrei virkilega góðum hring, þannig að ég veit að ég get ekið hraðar um brautina. Ég er ánægður með að lokaumferðin er aðeins 10 mínútur í tímatökunni og að engin spólvörn í bílunum", sagði Hamilton í dag. ,,Það er talsvert öðruvísi að aka án spólvarnar, en það laðar það besta fram í ökumönnum. Menn verða að taka á öllu sem þeir eiga til að ná árangri." Bein útsending verður frá fyrsta móti ársins á Stöð 2 Sport í nótt kl. 04.00, en síðan verður samantekt frá mótinu kl. 22.00 á sunnudagskvöld. Í upphitun fyrir mótið í nótt verður rætt við Íslendinga á mótsstað og farið yfir gang mála um helgina með gestum í nýju myndveri. Ítarlegar upplýsingar um tölfræði úr tímatökum og brautarlýsingu frá Melbourne er að finna á www.kappakstur.is.
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira