Hamilton: Það var heiður að vinna með Alonso 13. mars 2008 10:59 NordcPhotos/GettyImages Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili. Hamilton segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig á síðasta tímabili að aka sem nýliði við hlið hins tvöfalda heimsmeistara þegar þeir voru saman hjá McLaren liðinu. "Það er sannur heiður að fá að aka við hlið manns sem maður er búinn að líta upp til þegar maður er nýliði. Ef maður lítur á þetta þannig, er synd og skömm að hann skuli ekki vera hjá okkur enn," sagði Bretinn ungi. Alonso virðist einnig hafa linast nokkuð og hann hrósaði Hamilton á dögunum. "Þegar ég skipti um lið og gekk í raðir McLaren á sínum tíma var Lewis alveg nýr í Formúlu 1. Hann var samt alltaf að koma með nýjar hugmyndir og það er gott að hafa slíka menn með sér. Við erum ekki lengur í sama liði en við munum keppa á móti hvor öðrum í sitt hvoru liðinu og það er ný áskorun," sagði Alonso. Hamilton virðist þó ætla að eiga mun betra samband við nýja félagann sinn, Finnann Heikki Kovalainen. "Hann er mikill keppnismaður og við eigum eftir að ná fram því besta í hvor öðrum. Hann hefur verið duglegri en nokkur maður sem ég hef séð við æfingar og við spilum þess utan tennis og körfubolta og stundum þrekþjálfun sman," sagði Hamilton. Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Svo virðist sem Lewis Hamilton hjá McLaren sé búinn að rétta fyrrum félaga sínum Fernando Alonso hjá Renault sáttarhönd eftir harðar deilur þeirra á síðasta tímabili. Hamilton segir að það hafi verið mikill heiður fyrir sig á síðasta tímabili að aka sem nýliði við hlið hins tvöfalda heimsmeistara þegar þeir voru saman hjá McLaren liðinu. "Það er sannur heiður að fá að aka við hlið manns sem maður er búinn að líta upp til þegar maður er nýliði. Ef maður lítur á þetta þannig, er synd og skömm að hann skuli ekki vera hjá okkur enn," sagði Bretinn ungi. Alonso virðist einnig hafa linast nokkuð og hann hrósaði Hamilton á dögunum. "Þegar ég skipti um lið og gekk í raðir McLaren á sínum tíma var Lewis alveg nýr í Formúlu 1. Hann var samt alltaf að koma með nýjar hugmyndir og það er gott að hafa slíka menn með sér. Við erum ekki lengur í sama liði en við munum keppa á móti hvor öðrum í sitt hvoru liðinu og það er ný áskorun," sagði Alonso. Hamilton virðist þó ætla að eiga mun betra samband við nýja félagann sinn, Finnann Heikki Kovalainen. "Hann er mikill keppnismaður og við eigum eftir að ná fram því besta í hvor öðrum. Hann hefur verið duglegri en nokkur maður sem ég hef séð við æfingar og við spilum þess utan tennis og körfubolta og stundum þrekþjálfun sman," sagði Hamilton.
Formúla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira