Benedikt Magnússon stóð sig vel á fyrri keppnisdeginum í aflraunum á Arnold Classic mótinu sem fram fer í Colombus í Ohio. Benedikt setti mótsmet í réttstöðulyftu þegar hann lyfti hálfu tonni.
Benedikt er í þriðja sæti eftir fyrsta keppnisdaginn, aðeins 1,5 stigi á eftir efstu mönnum. Aðeins ein grein er eftir á mótinu en þar eru saman komnir margir af sterkustu mönnum heims.
Smelltu hér til að sjá myndband af lyftunni hrikalegu.
Frá þessu var greint á vef Kraftaheima.