Evrópusambandið sektar Microsoft um 91 milljarð 27. febrúar 2008 13:42 Bill Gates, annar stofnenda og stjórnarformaður Microsoft. Félagið var í dag dæmt til að greiða jafnvirði 91 milljarðs króna vegna brota á samkeppnislögum. Mynd/AFP Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum. Upphæðin kemur til viðbótar við tvær sektir Microsoft á árunum 2004 og 2006 upp á samtals 777 milljónir evra. Brotin fela í sér að Microsoft lét ekki keppinautum þeirra í Evrópu í té grunnkóða að hugbúnaði sínum, svo sem spilaranum Windows Media Player og tengja saman Internet Explorer-vafrann við stýrikerfið Windows. Þetta þótti brjóta í bága við samkeppnislög og hindra eðlilega samkeppni. Þetta er fyrsta fyrirtækið til að fara ekki eftir tilmælum Evrópusambandsins og brjóta samkeppnislög með þessum hætti í hálfa öld, að því er Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Evrópusambandið hefur sektað bandaríska tölvurisann Microsoft um 899 milljónir evra, jafnvirði 91 milljarðs íslenskra króna, fyrir að framfylgja ekki tilmælum sem sambandið setti fyrirtækinu fyrir fjórum árum vegna brota á samkeppnislögum. Upphæðin kemur til viðbótar við tvær sektir Microsoft á árunum 2004 og 2006 upp á samtals 777 milljónir evra. Brotin fela í sér að Microsoft lét ekki keppinautum þeirra í Evrópu í té grunnkóða að hugbúnaði sínum, svo sem spilaranum Windows Media Player og tengja saman Internet Explorer-vafrann við stýrikerfið Windows. Þetta þótti brjóta í bága við samkeppnislög og hindra eðlilega samkeppni. Þetta er fyrsta fyrirtækið til að fara ekki eftir tilmælum Evrópusambandsins og brjóta samkeppnislög með þessum hætti í hálfa öld, að því er Neelie Kroes, framkvæmdastjóri samkeppnismála hjá Evrópusambandinu, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira