Olíuverð í sögulegu hámarki 27. febrúar 2008 11:02 Maður horfir á mælinn tikka á bensínstöð. Verðið á bensíndropanum hefur hækkað samhliða hráolíuverðinu, sem stendur í hæstu hæðum. Mynd/AFP Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á hráolíu hefur er komið í rúma 102 dali á tunnu og hefur aldrei verið hærra. Sérfræðingar spá því að eftir því sem verðbólga aukist í Bandaríkjunum geti svo farið að tunnan fari í allt að 105 dali. Verðið fór hæst í 102,08 dali á tunnu í framvirkum samningum á mörkuðum í New York í Bandaríkjunum og í Lundúnum í Bretlandi í dag. Helstu þættir sem stýra verðþróun á hráolíu í dag er veiking bandaríkjadals og verðhækkun á hrávöruverði, svo sem hveiti, kaffi og eðalmálmum á borð við gull en hrávöruvísitölur standa nú í hæstu hæðum. Olivier Jakob, svissneskur sérfræðingur um olíumarkaðinn, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna í dag, að fjárfestar hafi í auknum mæli keypt hrávöru til að verja sig gegn aukinni verðbólgu og lækkun á gengi bandaríkjadals. „Haldi dollarinn áfram að lækka á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum aukast ekki þá gæti olíuverðið hæglega farið í 105 dali á tunnu," segir hann. Bandaríska orkumálaráðneytið birtir skýrslu sína um olíubirgðir í Bandaríkjunum í dag. Reiknað er með að birgðirnar hafi aukist á milli vikna, að sögn Bloomberg.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira