Ekki algengt en tíðkast Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. febrúar 2008 16:42 Ólafur Garðarsson, umboðsmaður knattspyrnumanna. Mynd/Anton Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Ólafur Garðarsson umboðsmaður knattspyrnumanna segir að þó nokkur dæmi séu um að utanaðkomandi aðilar hafi fjármagnað kaup knattspyrnumanna, líkt og í tilfelli Sverris Garðarssonar. Sverrir gekk nú í vikunni til liðs við GIF Sundsvall í Svíþjóð frá FH en í dag kom í ljós að kaupin voru að mestu fjármögnuð af fjárfestingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í áhættufjárfestingum. Vísir hafði samband við Ólaf sem þekkir vel til þessa mála. „Þetta er ekki algengt en tíðkast, sérstaklega á Norðurlöndunum. Persónulega finnst mér ekkert athugavert við þetta þó svo að FIFA kunni að vera á annarri skoðun. Íslenskir leikmenn hafa áður farið til Norðurlandanna með þessum hætti og þekki ég nokkur slík tilvik sjálfur." „Segjum sem svo að félag sé búið með sína peninga og báðir framherjarnir meiðast. Þá hafa fjárfestar komið að máli og fjármagnað kaup á leikmanni fyrir kannski 15-20 milljónir. Það er ekki mikill peningur þegar 3-4 fjársterkir aðilar koma saman. Svo er alltaf þessi von að leikmaðurinn stendur sig og selst, þá fá fjárfestarnir fyrst það sem þeir létu út og svo kannski helminginn af hagnaðinum." „En þeir vita líka að í flestum tilvikum koma þessir leikmenn og vinna sína vinnu og seljast kannski aldrei. Þá fá þeir ekki þennan pening aftur." Mikið hefur verið rætt um eignarhald þriðja aðila á knattspyrnumönnum, samanber mál Carlos Tevez og Javier Mascherano. „Ég veit að reglur FIFA eru erfiðar hvað þetta varðar því það má enginn eiga leikmann nema félögin sjálf. Þetta er þó mismunandi eftir löndum. Sjálfum finnst mér þó ekkert að því að hver sem er getur keypt leikmann." Og hann segir að utanaðkomandi fjárfestar hafi komið að fjármögnum á kaupum íslenskra félagsliða á leikmönnum. „Ég man þegar að Veigar Páll kom til Íslands frá Strömsgodset vildi ekkert íslenskt lið kaupa hann. Þá fékk ég breskan fjárfestingarsjóð til að fjármagna kaupin og þeir fengu svo sitt á endanum," sagði Ólafur en Veigar Páll er nú leikmaður Stabæk í Noregi.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira