Geir tekur ekki við landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. febrúar 2008 15:36 Geir Sveinsson tekur ekki við íslenska landsliðinu í handbolta. Nordic Photos / Getty Images Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin." Innlendar Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira
Geir Sveinsson tekur ekki við landsliðinu í handbolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. Geir hefur átt í viðræðum við HSÍ í tæpa viku eftir að ljóst varð að Dagur Sigurðsson myndi ekki taka við landsliðinu. Aron Kristjánsson hefur einnig verið orðaður við landsliðið en ekki hefur náðst í hann síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. „Eftir að hafa legið yfir þessu máli í fjóra daga og skoðað málið frá öllum hliðum hef ég ákveðið að taka ekki að mér starfið af persónulegum ástæðum," sagði Geir í samtali við Vísi. „Ég er farinn inn á allt aðrar brautir í mínu lífi og snerist þessi ákvörðun að miklu leyti um hvort ég ætti að snúa mér aftur að handboltanum eða ekki. Það ásamt öðrum persónulegum ástæðum, vegna fjölskyldu og þess háttar, gerir það að verkum að ég treysti mér ekki í þetta." „Ef forsendur hefðu verið aðrar hefði ég sjálfsagt tekið þessu. Það eru spennandi tímar framundan, bæði hvað varðar Ólympíuleika og heimsmeistaramóti." Hann segist nú vera hættur afskiptum af handbolta. „Já, þess konar afskiptum eins og þetta starf snýst um. Ég efast um að ég muni nokkurn tímann taka upp þennan þráð á nýjan leik. Þess vegna tók ég mér þennan tíma til að íhuga málið því ef ég vildi koma mér út í þjálfun fengi ég ekki betra tækifæri en að þjálfa íslenska landsliðið. Nú er ég kominn á aðra braut og ég vissi að með því að afþakka þetta væri ég búinn að loka síðustu hurðinni." Geir segir að HSÍ hefði boðið sér starfið á fimmtudaginn í síðustu viku, skömmu eftir að Dagur hafi hafnað boði HSÍ um að taka að sér starf landsliðsþjálfara. Þar áður hafnaði Svíinn Magnus Andersson starfinu. „Ég get haft áhyggjur af því að HSÍ hafi fengið þrjár neitanir í röð. Ég verð fyrst og fremst að hugsa um mína fjölskyldu. Ég hef þó alltaf borið hag handboltans fyrir brjósti og verið tilbúinn að gera mikið fyrir íþróttina. Ég hef til dæmis unnið heilmikið fyrir Val í gegnum tíðina." Aðspurður um hvort hann sé bitur í dag vegna þess að honum hafi ekki verið boðið starfið þegar Viggó Sigurðsson var ráðinn segir Geir svo alls ekki vera. „Fólk tekur bara sínar ákvarðanir út frá sínum forsendum. Ég hef hins vegar sagt við Gúnda (Guðmund Á. Ingvarsson, formann HSÍ), með fullri virðingu fyrir Viggó, að í þeirri stöðu hafi hann valið næstbesta kostinn." „Vissulega rennur manni blóðið til skyldunnar en það eru ákveðnar ástæður fyrir því að þetta varð lendingin."
Innlendar Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira