Erlent

Venus bönnuð í Lundúnum

Óli Tynes skrifar
Venus eftir Lucas Cranch. Of dónaleg fyrir neðanjarðarlestarnar.
Venus eftir Lucas Cranch. Of dónaleg fyrir neðanjarðarlestarnar.

Stjórn neðanjarðarlesta Lundúnaborgar hefur neitað að setja upp plaköt með mynd af gyðjunni Venusi.

Myndin er tekin af sautjándu aldar málverki eftir þýska listamanninn Lucas Cranch. Ástæðan fyrir synjuninni er sú að Venus er næsta fáklædd...eins og hún raunar er í flestum listaverkum.

Plakatið átti að vera auglýsing fyrir sýningu sem brátt verður opnuð í Konunglegu listaakademíunni. Stjórn Akademíunnar er yfir sig hneyksluð á þessum tepruskap. Stjórn neðanjarðarlestanna stendur hinsvegar fast á sínu.

Hún segir að milljónir manna ferðist með lestunum á hverjum degi og eigi ekki annarra kosta völ en sjá það sem þar er hengt upp. Það þurfi því að taka tillit til allra farþeganna og reyna að móðga engan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×