Hamilton leiður yfir framkomu Spánverja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 15:28 Lewis Hamilton á Spáni um helgina. Nordic Photos / AFP Bretinn Lewis Hamilton tekur nærri sér ástandið á Barcleona brautinni í gær, þar sem spænskir áhorfendur gerðu lítið úr litarhætti hans. „Satt besta segja er ég leiður yfir þessu mál. Mér þykir vænt um land og þjóð, sérstaklega Barcelona. Spánverjar hafa alltaf verið mér góðir. Það eina sem ég hef gert er að standa mig sem best í Formúlu 1 og reynt að vinna meistaratitilinn," sagði Hamilton um uppákomuna um helgina. „Ég hef aldrei reynt að vinna gegn Fernando Alonso innan McLaren, en það var harður slagur í fyrra, sem litar afstöðu manna innan Spánar," sagði Hamilton. Spánverjar telja að hann hafi fengið betri þjónustu og skilning innan McLaren þegar hann keppti á móti Alonso í fyrra. Fámennur hópur manna klæddi sig upp í svört föt og málaði andlit sín svört og hrópu síðan ókvæðisorð að Hamilton og McLaren á æfingum um helgina. FIA vill taka málið fyrir og hefur óskað skýringar frá spænska akstursíþróttasambandindu og gefur í skyn á mót á Spáni verði lögð af, ef atvik af þessu tagi kom upp að nýju. Nánar á www.kappakstur.is. Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton tekur nærri sér ástandið á Barcleona brautinni í gær, þar sem spænskir áhorfendur gerðu lítið úr litarhætti hans. „Satt besta segja er ég leiður yfir þessu mál. Mér þykir vænt um land og þjóð, sérstaklega Barcelona. Spánverjar hafa alltaf verið mér góðir. Það eina sem ég hef gert er að standa mig sem best í Formúlu 1 og reynt að vinna meistaratitilinn," sagði Hamilton um uppákomuna um helgina. „Ég hef aldrei reynt að vinna gegn Fernando Alonso innan McLaren, en það var harður slagur í fyrra, sem litar afstöðu manna innan Spánar," sagði Hamilton. Spánverjar telja að hann hafi fengið betri þjónustu og skilning innan McLaren þegar hann keppti á móti Alonso í fyrra. Fámennur hópur manna klæddi sig upp í svört föt og málaði andlit sín svört og hrópu síðan ókvæðisorð að Hamilton og McLaren á æfingum um helgina. FIA vill taka málið fyrir og hefur óskað skýringar frá spænska akstursíþróttasambandindu og gefur í skyn á mót á Spáni verði lögð af, ef atvik af þessu tagi kom upp að nýju. Nánar á www.kappakstur.is.
Formúla Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Körfubolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira