Óvæntur sigur New York Giants Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. febrúar 2008 09:15 Eli Manning fagnar eftir að Plaxico Burress skoraði sigurmark leiksins í gær. Nordic Photos / Getty Images Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra. Erlendar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Einhver óvæntustu úrslit í sögu úrslitaleik NFL-deildarinnar áttu sér stað þegar að New York Giants vann sigur á New England Patriots í æsispennandi leik, 17-14. Fyrir leikinn var New England búið að vinna alla sína átján leiki á tímabilinu en engu liði hefur tekist að vinna nítján leiki á einu og sama tímabilinu. Flestir bjuggust við öruggum sigri New England í nótt. Tom Brady, leikstjórnandi liðsins, hefur átt frábæru gengi að fagna og hefur unnið þrjá meistaratitla á undanförnum sex árum með félaginu. En þökk sé frábærum varnarleik og útsjónarsemi Eli Manning, leikstjórnanda, vann New York sinn fyrsta meistaratitil í NFL-deildinni síðan 1991. Leikurinn byrjaði á því að Lawrence Tynes skoraði vallarmark fyrir New York eftir tíu mínútna langa sókn í fyrsta leikhkluta. Sóknin var sú lengsta í sögu Superbowl-leiksins. En New England svaraði fyrir sig með því að skora snertimark í upphafi annars leikhluta og breyta stöðunni í 7-3. Ekkert var skorað það sem eftir lifði hálfleiksins og liðin náðu ekki heldur að skora í þriðja leikhluta. Varnarleikur beggja liða fékk að njóta sín mikið á þessum leikkafla. Fjórði leikhluti var hins vegar æsilegur. David Tyree kom New York yfir með snertimarki með sókn sem taldi 80 metra og sex leikkerfi. New England svaraði með öðru snertimarki, í þetta sinn frá Randy Moss. Aftur var sóknin 80 metra löng en taldi nú tólf leikerfi. Staðan var því orðin 14-10 fyrir New England. New York fékk aftur boltann þegar um tvær og hálf mínúta var eftir af leiknum. Engu að síður náði liðið að keyra tólf kerfi á þeim tíma og keyra boltann áfram um 83 metra á tveimur mínútum og tíu sekúndum. Eli Manning átti frábæra takta í fjórða leikhluta og kórónaði svo frammistöðuna með því að finna Plaxico Burress af þrettán metra færi til að skora síðasta snertimark leiksins og tryggja New York sigur, 17-14. New England fékk hálfa mínútu til að reyna að skora aftur en Tom Brady hafði ekki erindi sem erfiði. Það kom fáum á óvart að Eli Manning var valinn maður leiksins og fetaði hann þar með í fótspor bróður síns, Peyton, sem hlaut sömu viðurkenningu í fyrra.
Erlendar Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Ósyndar NFL-stjörnur biðja Michael Phelps um aðstoð Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Sömdu við manninn með sex fingur á hægri hendi Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira