Microsoft vill kaupa Yahoo 2. febrúar 2008 15:54 MYND/AP Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna. Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fyrirtækin Microsoft og Yahoo eru bæði í samkeppni við leiðandi leitarvélarisann Google. Nú hefur Microsoft boðist til að kaupa Yahoo með peningum og hlutabréfum á tæplega þrjú þúsund milljarða íslenskra króna eða 44,6 milljarða dollara. Tilboðið hljóðar í raun upp á 31 dollara á hlut og stukku bréf í Yahoo upp í 30 dollara og 75 sent í viðskiptum fyrir opnun markaða í Bandaríkjunum. Tilboðið var sett fram í bréfi til stjórnar Yahoo og er 62 prósent yfir markaðsvirði fyrirtækisins við lokun markaða á fimmtudag. Yahoo tilkynnti fyrr í vikunni um minni hagnað en gert var ráð fyrir og sagði nauðsynlegt að eyða 19,5 milljarði íslenskra króna til að reyna að endurlífga fyrirtækið. Á síðustu árum hefur samkeppnin við Google verið hörð barátta en Google er einnig í samkeppni við Microsoft. Kevin Johnson hjá Microsoft sagði á viðskiptavef BBC að samruni fyrirtækjanna tveggja myndi skapa heild sem stæði betur í samkeppni við Google. Markaðnum fyrir vefleit og auglýsingar væri meira og minna stjórnað af einum aðila. Yahoo staðfesti að hafa fengið tilboð og sagði að stjórnin myndi skoða það vandlega í tengslum við áætlanir fyrirtækisins og langtímafjárfestingar hluthafa. Ef af kaupunum verður munu samkeppnisyfirvöld í Evrópu og Bandaríkjunum að öllum líkindum rannsaka sameininguna.
Viðskipti Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent