Viðskipti erlent

Fjöldauppsagnir hjá Ericsson

Óli Tynes skrifar
Höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð.
Höfuðstöðvar Ericsson í Svíþjóð.

Sænski fjarskiptarisinn Ericsson ætlar að segja upp 4000 manns eftir að hagnaður á fjórða ársfjórðungi reyndist ekki nema 7,6 milljarðar sænskra króna. Það er um 77,5 milljarðar íslenskra króna.

Á sama tímabili í fyrra var hagnaðurinn 12,2 milljarðar sænskra króna eða rúmlega 124 milljarðar íslenskra króna.

Það var fyrirsjáanlegt að hagnaðurinn yrði mun minni í ár. Þó var gert ráð fyrir að hann yrði 7,951 milljarður sænskra króna.

Niðurstaðan er því vonbrigði og leiðir til fyrrnefndra fjöldauppsagna. Af þeim 4000 sem missa vinnuna eru 1000 í Svíþjóð.

Alls vinna í dag 65 þúsund manns hjá Ericsson. Þar af eru 19 þúsund í Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×