Enski boltinn

Mancini yngri til Manchester City

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini leyfði syninum að spreyta sig í Englandi.
Roberto Mancini leyfði syninum að spreyta sig í Englandi. Nordic Photos / AFP

Filippo Mancini hefur verið lánaður frá ítalska úrvalsdeildarliðinu Inter til Manchester City til loka leiktíðarinnar. Hann er sonur Roberto Mancini, knattspyrnustjóra Inter.

Mancini hefur æft með City síðastliðna viku og ákvað Sven-Göran Eriksson, knattspyrnustjóri liðsins, að fá hann til félagsins.

Mancini er sautján ára gamall og lék sinn fyrsta leik með Inter fyrr í mánuðinum er liðið vann Reggina, 3-0, í ítölsku bikarkeppninni.

Inter staðfesti lánssamninginn á heimasíðu sinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×