Sakborningar játa allir aðild að Fáskrúðsfjarðarmáli 18. janúar 2008 09:54 Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar. Pólstjörnumálið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Einar Jökull Einarsson játar því að hafa skipulagt innflutning á fíkniefnum í svokölluðu Fáskrúðsfjarðarmáli. Þetta sagði hann við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Alls eru fimm aðrir ákærðir fyrir aðild málinu, þeir Alvar Óskarsson, Arnar Gústafsson, Bjarni Hrafnkelsson, Guðbjarni Traustason og Marínó Einar Árnason og játað þeir allir aðild að málinu með mismiklum fyrirvörum þó. Sexmenningarnir eru ákærðir fyrir að hafa staðið saman að innflutningi á samtals 23,5 kílóum af amfetamíni, tæpum 14 kílóum af e-töflu dufti og 1746 e- töflum til Íslands, ætluðu til söludreifingar í ágóðaskyni. Eins og kunnugt er gerði lögregla fíkniefnin upptæk í skútu sem lagði að bryggju í Fáskrúðsfjarðarhöfn að morgni fimmtudagsins 20. september. Einar Jökull er sakaður um að hafa skipulagt innflutning fíkniefnanna og skipt verkum með meðákærðu. Hann hafi fengið þá til að taka að sér að búa um efnin, sem og flutning, móttöku og vörslur þeirra. Hann er sagður hafa afhent þeim Alvari og Guðbjarna fíkniefnin í Hanstholm, Danmörku í byrjun september, í því skyni að þeir flyttu þau til Fáskrúðsfjarðar með skútunni sem hann hafði tekið á leigu í Noregi. Þessu játaði Einar Jökull við þingfestingu í morgun en gerir fyrirvara um magn efnanna en þau verða vigtuð aftur. Einar Jökull neitar því að hafa fjármagnað fíkniefnakaupin. Bjarni er sagður hafa búið um fíkniefnin hinn 20. ágúst í íbúð í Kaupmannahöfn til að hægt væri að flytja þau til Íslands. Hann er sagður hafa keypt í byggingavöruverslun ytra vörur sem notaðar hafi verið til verksins. Bjarni neitaði því sem fram kemur í inngangskafla ákærunnar, það er að sexmenningarnir hafi staðið saman að innflutningi efnanna. Hann játar hins vegar að hafa pakkað inn fíkniefnunum og hafa keypt vörur í byggingavöruverslun ytra en segir Einar hafa beðið sig um það. Alvar og Guðbjarni eru sakaðir um að hafa tekið við fíkniefnunum í Hanstholm í byrjun september frá Einari Jökli, sett þau um borð í skútuna og siglt henni til Fáskrúðsfjarðar með viðkomu á Hjaltlandseyjum og Færeyjum. Þar hafi þeir ætlað að afhenda Marínó Einari fíkniefnin. Alvar játar í málinu en gerir eins og Einar Jökull fyrirvara um magn. Guðbjarni gerir einnig fyrirvara um magn en segist hafa verið fenginn til þess að flytja efnin yfir Atlantshafið. Þá gerir hann fyrirvara um að það í ákæru að efnin hafi verið ætluð til söludreifingar. Marínó er sakaður um að hafa tekið að sér að veita fíkniefnunum móttöku á Fáskrúðsfirði frá Alvari og Guðbjarna og afhent Arnari þau til vörslu. Þá hafi ákærði ætlað að afhenda Guðbjarna og Alvari vistir og olíu til þess að þeir gætu siglt skútunni frá Íslandi að lokinni afhendingu efnanna. Marínó var með efnin í bifreið sinni er hann var handtekinn á Fáskrúðsfirði. Marinó gerir fyrirvara um magn og að hafa ætlað að taka þátt í söludreifingu en játar ákæru að öðru leyti. Arnar er sakaður um að hafa tekið að sér að taka á móti fíkniefnunum frá Marínó Einari til vörslu. Hann er sagður hafa ætlað sér að fela þau í sumarbústaðarlandi í Rangárvallarsýslu. Arnar neitar að hafa staðið ásamt hinum fimm að innflutningnum eins og kemur fram í inngangskafla ákærunnar en játar að hafa lofað Einari Jökli að geyma efnin. Sagðist hann í dag ekki alveg hafa vitað hvað væri í pökkunum. Aðalmeðferð í málinu verður 31. janúar.
Pólstjörnumálið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira