Verðfall víða um heim 16. janúar 2008 09:49 Verðbréfamiðlarar í kauphöllinni í New York. Fall á hlutabréfum þar í gær hefur smitað út frá sér til fleiri markaða víða um heim í dag. Mynd/AP Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Talsverður taugatitringur hefur verið á evrópskum hlutabréfum í dag eftir fall á bandarískum mörkuðum í gær og asískum í morgun. FTSE-vísitalan í Bretlandi féll um rúm þrjú prósent skömmu eftir upphaf viðskiptadagsins en jafnaði sig fljótlega. Hún hefur það sem af er dags lækkað um 0,78 prósent. Svipaða sögu er að segja um þróunina á hlutabréfamörkuðum í Þýskalandi og Frakklandi. Bæði Dow Jones og Nasdaq-vísitölurnar féllu um rúm tvö prósent í gær og Nikkei-vísitalan um 3,4 prósent þegar markaðir lokuðu í Japan í morgun en vísitalan hefur ekki verið lægri í rúm tvö ár. Hang Seng vísitalan í Hong Kong féll hins vegar um tæp 5,4 prósent. Lækkun er sömuleiðis á hlutabréfamörkuðum á Norðurlöndunum. Þannig hefur C20-vísitalan í kauphöllinni í Kaupmannahöfn fallið um 2,15 prósent, hlutabréfavísitalan í Stokkhólmi í Svíþjóð um 0,7 prósent og vísitalan í kauphöllinni í Ósló í Noregi um rúm 2,8 prósent. Helsta ástæðan fyrir gengisfallinu á hlutabréfamörkuðum er mikið tap bandaríska bankans Citigroup vegna afskrifta á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum fasteignalánum og horfur á samdrætti í einkaneyslu en það getur haft áhrif víða um heim. Þetta leiddi til þess að fjárfestar losuðu um eignir af ótta við frekari lækkun hlutabréfa. Fjárfestar í Bandaríkjunum, og jafnvel víðar, eru þess nú fullvissir að seðlabankar muni bregðast við lausafjárþurrðinni sem skapast hafi á mörkuðum með lækkun stýrivaxta auk þess sem horft er til þess að slíkt muni blása lífi í einkaneyslu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira