Alonso byrjaður með Renault 16. janúar 2008 09:50 Spænski heimsmeistarinn ók á sinni fyrstu æfingu með Renault í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann gerði sér lítið fyrir og náði besta tíma á æfingunni. Hann ók í fyrsta skipti keppnisbíl án spólvarnar og sló við nýjustu ökutækjum McLaren og Ferrari á 2007 Renault. ,,Æfingin gekk vel, en það er orðið nokkuð langt síðan ég ók Formúlu 1 bíl. Ég hef aldrei ekið án spólvarnar áður og maður verður að breyta um akstursstíl. Ég fór því rólega af stað, en tók síðan meiri áhættu eftir því sem leið á æfinguna", sagði Alonso. Aðspurður um væntanlega samvinnu sína við Nelson Piquet sagði Alonso að hann hefði ekið með mörgum liðsfélögum gegnum tíðina og þeir væru vinir hans. Hann taldi alla upp, nema Lewis Hamilton. Eins og kunnugt er sinnaðist honum við McLaren menn og hætti með liðinu og gekk til liðs við Renault á ný. Margir spá Alonso velgengni með Renault í ár, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen í titlslagnum með McLaren í fyrra. Alonso varð meisari með Renault 2005 og 2006. Sjá nánar á kappakstur.is Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Spænski heimsmeistarinn ók á sinni fyrstu æfingu með Renault í dag á Jerez brautinni á Spáni. Hann gerði sér lítið fyrir og náði besta tíma á æfingunni. Hann ók í fyrsta skipti keppnisbíl án spólvarnar og sló við nýjustu ökutækjum McLaren og Ferrari á 2007 Renault. ,,Æfingin gekk vel, en það er orðið nokkuð langt síðan ég ók Formúlu 1 bíl. Ég hef aldrei ekið án spólvarnar áður og maður verður að breyta um akstursstíl. Ég fór því rólega af stað, en tók síðan meiri áhættu eftir því sem leið á æfinguna", sagði Alonso. Aðspurður um væntanlega samvinnu sína við Nelson Piquet sagði Alonso að hann hefði ekið með mörgum liðsfélögum gegnum tíðina og þeir væru vinir hans. Hann taldi alla upp, nema Lewis Hamilton. Eins og kunnugt er sinnaðist honum við McLaren menn og hætti með liðinu og gekk til liðs við Renault á ný. Margir spá Alonso velgengni með Renault í ár, en hann varð einu stigi á eftir Kimi Raikkönen í titlslagnum með McLaren í fyrra. Alonso varð meisari með Renault 2005 og 2006. Sjá nánar á kappakstur.is
Formúla Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira